Skírnir - 01.01.1916, Blaðsíða 83
Ath.ugasemd.
Hr. próf. Bj. M. Ólsen hefur í athugasemd við riigjörð mína
um hinn síðasta bardaga fíunnlaugs og Hrafns í síðasta hefti Skírnis
ekki kannast við að jeg hafi hermt orð haus um þetta mál rjett.
Þetta kom mjer óvart, því að jeg vil engum rángt gera og síst allra
vini mínum B. M. Ó. En jeg fæ ekki sjeð, að jeg hafi gert það.
Þau orð sem jeg hafði um skoðun B. M. Ó. voru ekki í tilvísunar-
merkjum. Væri ummæli B. M. Ó. rjett, þá hlytur frásögn sögunuar
að vera skáldskapur, og B. M. Ó hlýtur — finst mjer — að skoða
hana þannig, þ ó a ð hann kunni að áli'ta að Gl. og Hr. hafi barist
— einhversstaðar annarstaðar í Noregi. Lýsingin er svo nákvæm og
svo samtvinnuð þessum stað, að ef ekkert liggur bak við hana, þá
e r hún tómur skáldskapur og ekkert annað. En svo að menn geti
dæmt um málið, vil jeg tilfæra orð B. M. Ó. sjálfs. Eftir að hafa
getið þess að hann hafi hvergi fundið nöfnin segir hann:
»Hafi til verið góð og gild (ægte) arfsögn ura að orusta G.s
og Hr.s hafi háð verið á Dinganesi — og það er ekki ómögu-
legt — . . verður það aö hafa verið á Dinganesi við Sogn
(gleiðletrað hér). Þennan stað gat höf. sögunnar ekki notað, úr
því að hann á bls. 265 segir frá, að Eiríkur jarl hafði hannað þeim
að berjast í hans ríki, og hann (höf.) lætur því orustuna eiga sjer
stað á uppdiktuðu (fingeret) Dinganesi í hjeraði á takmörkum Noregs
og Svíþjóðar, svo laugt frá almannavegi sem hægt var.« Ef þetta
væri svo, er það ekki skáldskapur? Annars má nefna það hveruig
sem vill. En jeg er eftir sem áður í engum vafa um, að sagan er
í öllu verulegu alveg rjett og að hjer er um engan þess konar
skáldskap að ræða.
F. J.
6*