Skírnir - 01.01.1916, Qupperneq 96
Ritfregnir.
Skírnir.
:96
Signrður Guðmundsson: Ágrip af fornísienzkri bóknicnta-
SÖgu. Reykjavík 1915. Bókaverzlun Sigf. Eymundssonar.
Þetta er skólabók handa Mentaskólanum og öðrum skólum,
iþar sem bókmentasaga Islands er kend. Segir hún frá bókmentum
vorum fram aS 1450. Bókin er prýðisvel samin. Höf. hefir tekist
aS draga fram aðalatrióin og gefa ljóst yfirlit. Þar sem fræSimenn
greinir á, skyrir hann stutt og gagnort frá mismunandi skoðunum
þeirra og rökunum sem þeir færa, oft með orðum sjálfra þeirra.
Lætur hann svo lesaudann sjálfan um það hverjum hann vill fylgja.
Þetta er viturlega gert. Frásögnin er lótt og lipur, og svo skemti-
leg, að manni finst að bókin hefði mátt vera lengri, því vegalengd
gleymist á góðum vegi. Athugasemdir höf. sjálfs eru glöggar og
_góöar, og oftast stillir hann orðum sínum vel í hóf. Þó finst mér
freklega að orði komist um íslendingasögur, á bls. 58, ef það á
að gilda alment: »En hins vegar virðist auðsætt, að höfundarnir
hafi lagaðefnið mjögí hendisórtil þess að sýna sem
bezt skaplyndi þeirra manna, er þeir lýstu, og í því skyni búið til
viðræður, athafnir og atburði.« Hví er það auðsætt? Það má fara
skáldlega með efni sem fyrir liggur, þó e k k e r t só búið til frá
rótum, viðræður, athafnir nó atburðir. Það má gera það með úr-
-valinu, úrfellingunni, og samsetningunni. Og vitum vér hve
auðugar munnmælasögurnar voru, sem söguhötundarnir höfðu fyrir
sór, er þeir »settu sögurnar saman«? Hvað er ósennilegra, að jafn-
vel viðræður manna hafi geymst í minnum kynslóð eftir kynslóð,
>unz þær voru ritaðar, heldur en t. d. lögin 1 Eg spyr aðeins.
En hvað sem slíku líður, er bókin snjallasta skólabók og ósk-
andi að framhaldiö komi sem fyrst. G. F.
B. Sænmndsson: Zoologiske Meddelelser fra Island XII
■ og XIII. 50 bls. Sérprentað úr Vidensk. Meddel. fra Dansk naturh.
Foren. i Kbhvn. Bd. 65.
I riti þessu er getiö um 15 fiskategundir og 31 fuglategund.
Svo lítur út sem fiskaríki íslands só tegundaríkt, því að ávalt
finnast nýjar og nýjar tegundir svo að segja á hverju ári, og í riti
þessu eru taldar upp 7 tegundir, sem bæzt hafa við á seinni árum.
í fyrsta kaflanum eru þessar 7 tegundir taldar upp og nákvæmlega
sagt frá hvar þær hafa fundist og ýmsum þeirra lýst að nokkru leyti. I
•öðrum kafla ritsins er getið um 8 fiskategundir,sem eru fremur sjaldgæf-
^ir hér við land. Er sumum lýst ítarlega t.a.m. Centrolophus bri-