Skírnir - 01.01.1916, Side 97
■33kírnir.
Ritfregnir.
97
4 a n n i c u s Gthr. með mynd, Áphanopus SchmidtiB. Sæm.
Phycis borealis B. Sæm., n. sp. með mynd.
Seinni hluti ritsins er um fuglana. Þar er getið um sjaldgæfa
fugla, og nokkrir þeirra eru nyir borgarar í fuglaríki íslands. Ná-
kvæmlega er sagt frá hvar fuglarnir hafi fundist eða sést og sum-
<um 1/st að nokkru leyti.
H. J.
Stnrlunga saga. Búið hefir til prentunar Benedikt Sveins-
■son. Fjórða bindi. Reykjavík. Kostnaðarmaður Sigurður Krist-
jánsson. 1915. xxxij 436 bls. 8vo.
Þar með er þá lokið alþyðuútgáfu þeirri af Sturlunga sögu,
er þeir hafa séð um dr. phil. Björn Bjarnason úr Viðfirði og Bene-
dikt alþingismaður Sveinsson. Hefir dr. Björn gefið út I. og II. bindi
en Benedikt III. og IV. bindi og þar með samið allítarlegan for-
mála ásamt vísnask/ringum og nafnaskrám, sem fylgja þessu síð-
asta bindi.
Fá sagnarit munum vér Islendingar eiga Sturlunga sögu merk-
ari né sannorðari og eigi er frásögn meir litandi en þar í fornrit-
um vorum, enda höfundar sagna þeirra, er í Sturlunga sögu eru
komnar, annað tveggja sjónarvottar að atburðum þeim, sem frá er
sagt, eða hafa sjónarvotta að heimildarmönnum. Þeir kaflar eru
ekki fáir, þar sem svo er sem atburðirnir fari fram fyrir augum
lesandans, svo er frásögnin snildarleg. Má t. d. nefna 19.—21.
kapítula í Arons sögu Hjörleifssonar, (sem heyrir ekki til þeim
eiginlega sagnabálki, sem nefndur er Sturlunga saga, en látin
er fylgja í viðbæti við fjórða bindi þessarar útgáfu), um viðskifti
þeirra Þórðar kakala og Arons (IV. bindi bls. 211—217). Slíka
staði yrði of langt upp að telja.
Sturlunga saga segir frá fjörbrotum hins íslenzka þjóðveldis;
hún er saga Islands um þá öld agaleysis og ójafnaðar, er svo lykt-
aði, að landið gekk undir Noregs konung. Grimd, harð/ðgi, laun-
ráð, svik og slægð einkenna þessa öld og minna um sumt á keis-
arasögu Rómverja eða vélræði Medici-ættarinnar. Bræður og ná-
komnir ættingjar og vinir berast á banaspjót. Lög og siðgæði
var fótum troðið, frændsemi og sifjar var að vettugi virt, trú og
guðrækni var þorrin eða í öfgar komin. Þó eru uppi á þessum
óaldartímum meiri mikilmenni en ísland hefir nokkuru sinni átt.
Meiri hetjur og hreystimenn þekkjum vér ekki í frásögn en þar
7