Skírnir - 01.01.1916, Side 99
Skírnir.. Bitfregnir. 99'
kom út, og verður þeim, er þœr ritgerðir lesa, því hægara iyrir að
slá upp í þeasari útgáfu.
Þetta síðasta bindi Sturlunga sögu (og sömuleiðis III. bindi)
er að öllu leyti úr garði gert af Benedikti alþingismanni Sveins-
syni, sem er manna nærgætastur og fróðastur á forn'oókmentir
vor íslendinga. Fer þar fyrst ítarlegur formáli með góðri greinar-
gerð á aðalhandritum sögunnar, útgáfum og ritgerðum, er að sög-
unni lúta o. s. frv. Þar eru og ýmsar athuganir frá eiginbrjóíti
útgefandans ; er þar til að nefna ættfærslu Þórðar Hítnesings og
þeirra Þorvalds hins auðga og Ketils fljóta, er höf. gerir góða grein
fyrir. Þá ætlar og útgefandinn, að sögurnar í Sturlunga sögu, eða
meiri hluti þeirra, sóu svo til komnar, að menn hafi beinlínis víðs
vegar um land »gert samtök með sór um að færa
sögurnar i letur«. Ekki hefi eg áður sóð þeirri tilgátu
varpað fram, og um hana má þrátta. En vel má vera, að á al-
þingi hafi Sturla Þórðarson ýtt undir menn víðs vegar af landinu
að safna í sögur þeim atburðum, er þá voru mönnum minnistæð-
astir og hver kunni bezt að greina. Þó er þess að geta, að fáir
fyrirmenn hóldu mjög kyrru fyrir á þessari öld; áttu þeir oft ferðir
um fjarlæg hóruð og höfðu oft bústaðaskifti, og með þeim sveinar
þeirra og fylgdarmenn og aðrir þeir, sem höfundar eða heimildar-
menn hafa verið að þessum sögum. Voru slíkum mönnum því
margar sveitir kunnar og riðnir voru sömu mennirnir við marga
atburði og bardaga, er gerst höfðu víðs vegar á landinu.
Þá taka við lok Sturlunga sögu, en í viðbæti hefir útgefand-
inn skeytt Arons sögu Hjörleifssonar, svo sem áður er á vikið, og
fer vel á því. Og enn fremur brotum úr Hákonar sögu gamla,
sem íslendinga varða.
Þá taka við vísnaskýringar á bls. 238—286, allar eftir Bene-
dikt Sveinsson; að sumu leyti styðjast þær við eldri skýringar,
en margt er þar frumlegt og skarplega athugað, svo sem vænta
mega af höf. í þessari grein allir þeir, sem kunnur er fróðleikur
hans í fornum kveðskap og athygli á þau efni. í þeim efnum
mega ýmsir, þótt frægir sóu, vara sig á höf. Hór skal að eina
stuttlega vikið að nokkurum vísnanna.
Tannr Bjarnason kvað svo í níði eitt sinn: ’
Upp hafa eigi hepnir
ullstaks boðar vaxit
fimm ok fullir vamma
fleinveðrs á bœ eiuum o. s. frv.
7*