Skírnir - 01.01.1916, Síða 100
100
Ritfregnir.
Skirnir.
Próf. Finnur Jónsson vill taka þenna vísuhelming svo saman
(í Den norsk-islandske skjaldedigtning1) B. II. bind, bls. 58): Ull—
staks boðar fimm hafa vaxit upp á einum bœ, eigi hepnir fleinveð-
ars ok fullir vamma. — Ullstakksboði virðist eigi góð mann-
■kenning. Eigi hepnir fleinveðrs virðist og óvenjulegt.
í>ar á móti er fleinveðrs-ullstakks-boði góð mannkenning, eink—
um er þess er gætt, að vísan er ort til óvirðingar, og ullstakki því
skeytt inn í til háðungar, þótt ella mundi fleinveðrs boði nægja.
IÍ þessu atriði s/nist mór Benedikt komast nær hinu rótta.
Sama gegnir um hið alkunna stef úr drápu þeirri, er Snorri
Sturluson orkti um Skúla jarl.
Harðmúlaðr var Skúli
rambliks framast miklu
gnaphjarls skapaðr jarla.
í Den norsk-isl. Skjaldedigtn. B. II. b. bls. 60 er h a r ð-
múlaðr gnaphjarls rambliks látið þýða »hárd mod
guldet«, en eigi þekkist það, að múlaðr tákni skaplyndi manna,
heldur táknar það að vera með múl, eða hór, þar sem verið er að
lofa mann veglega búinn til orrustu, spengur úr hjálminum, er voru
úr gnaphjarls rambliki, þ. e. gulli. Að minsta kosti virðist þe3si
skýring nær en hin fyrri, og svo hefir Benedikt skilið stefið.
Betur þykir mór og fara á því í vísu Snorra:
Els varð mynd á málum o. s. frv.
að taka saman: Seggr var samr at þiggja sárbætr, en tregr at
gjalda, heldur en aðrar skýringar; andstæðurnar: tregr at
gjalda og samr at þiggja standa vel af sór.
Bæði dr. Kálund (í útgáfu sinni af Sturlunga sögu) og próf.
Finnur Jónsson í Den norsk-isl. Skjaldedigtning B. II. b. bls. 94
eigna Sturlu Sighvatssyni vísuna
Risu, þás önd lót Ysja o. s. frv.
í fljótu bragði mætti ætla, að Sturla Sighvatsson hefði ort vís-
una. En bæði er það, að eigi er Sturlu þeim eignaður kveðskap-
ur annarstaðar og efnið hins vegar lítt samrýmanlegt því, að hann
hafi getað orkt vísuna, eftir því sem atvik lágu til, því að vísan
virðir Vatnsfirðingum nokkuð til vorkunnar, er þeir hefna sín á
Sturlu Sighvatssyni; Það er þess vegna líklegra, sem B. Sv. held-
1) Útgefandi Stnrlunga sögu mun ekki hafa átt kost á því að hafa þetta
merka ritverk til hliðsjónar, er hann samdi skýringar sínar, og eru þær þvl
öldungis óháðar þeim skýringum, er þar finnast og eigi voru áður
kunnar.