Skírnir - 01.01.1916, Síða 112
112
Island 1915.
Skfrnir.
i Borgarf. 4. júlí; Tómas Guðbrandsson hreppstj. í Auðsholti í
Biskupstungum 10 júlí; ekkjufrú Hildur Bjarnadóttir (Thoraren-
sens) í Stykkishólmi 20. júlí; Kr. Ó. Þorgrímsson konsúll 18. sept.;
Pótur Sæmundssen áður verzlunarstj. á Blönduósi í októb; G. H. F.
Schrader frá Akureyri fóll útbyrðis af skipi á leið til Noregs í
nóvembr.; Þorsteinn Skaftason ritstj. á Seyðisfirði dó 28. nóv.;
frú Sigríður Magnússon frá Cambridge dó i Skodsborgarheilsuhæli í
Danmörku í nóvember. Frú Jörgine Sveinbjörnsson 6. des.
Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar nú síðari árin í þá átt að
leita að kolanámum hér á landi. Hafa lög fundist allvíða, einkum
nú að síðustu á Vesturlandi, og nokkuð hefir verið tekið þar af
kolum og selt í kaupstöðunum vestanlands og í Reykjavík. En ekki
er þó nein ábyggileg reynsla fengin fyrir því enn, hvort náinur
þær, sem fengist hefir verið við, eru til nokkurrar frambúðar eða
.ekki. — Fólag hefir komist á fót á árinu til þess að vinna salt úr
sjó hór við land í stórum stíl, eða rannsaka, hvað tiltækilegt væri
í því efni, en framkvæmdir í þá átt eru engar byrjaðar enn. Veitti
alþingi fyrir tveimur árum einum manni einkarótt til þessarar salt-
vinslu, en hann hefir síðan framselt rétt sinn til fólagsins.
A Heilsuhælinu á Vífilsstöðum hefir orðið sú breyting á árinu
að landið tekur að sór rekstur þess framvegis frá ársbyrjun 1916.
Heilsuhælisfélagið, sera áður hafði á hendi alla umsjón með hælinu,
snyr sór upp frá þessu eingöngu að því að styrkja fátæka sjúk-
linga til þess að leita sór lækninga á hælinu, og hefir það breytt
skipulagi sínu í samræmi við það.
A Háskóla íslands hafa þetta ár bæzt við 3 aukakennarar:
einn í gömlu málunum, grísku og latínu, og er það fast embætti,
sem alþingi hefir stofnað. Annar er kennari f danskri tungu og
dönskum bókmentum og er hann kostaður af ríkissjóði Dana með
fjárveitingu til 5 ára. Þriðji kennir þýzku og þýzkar bókmentir
með bráðabirgðastyrk frá alþingi. Hafði þýzka þingið veitt manni
fó til þeirrar kenslu 1914 og var hann nýkominn hingað, er stríðið
hófst í fyrra sumar, en hvarf þá heim aftur. Frakkar höfðu kost-
aö hér kennara í frönsku frá stofnun háskólans og þar til í fyrra,
er stríðið hófst, og munu gera það áfram er ófriðnum linnir.
26. sept. var afhjúpað í Reykjavík líkneski Kristjáns konungs
IX., gert af Einari Jónssyni myndhöggvara, og stendur það fram-
an við stjórnarráðshúsið, á hlið við líkneski Jóns Sigurðssonar frá 1911.
Þ. G.
Misprentað I Skirni 1915, bls.: 447, 13. 1. a. o. ósk f. ást.