Fjölnir - 01.01.1839, Blaðsíða 80
80
veröur laungum betur tii hjá vitrum mönnum, eem vel
eru að sjer og siðaðir, og gott uppeldi er sú mesta
auðlegð og affarabesta, sem nokkurt foreldri gjetur eptir-
skilið barní sínu i arf; jiað er — þegar á alit er litið —
óhultasti vegurinn jafnvel til hinnar stundlegu velgeingni.
Veraldleg auðlegð er ekki veítt nema eínstökum; gott
uppeldi steudur flestuin innanhandar að láta í tje, ef
jieím er um þaö Imgað. Enn eg læt ekki að þessu sinni
fleíra nm rætt, hvað það fái að gjört til frarafara sálar-
innar sjcr í lagi og fullkomnunar mannsins að hafa um
hönd fróðlegar og góðar bækur. J)að gjetur eingiun
lítils metið, sein kannast við, að það sje mesta príði
skiusemi gæddrar veru, að hún sje skinsöm, og að hún
komist sem næst því takmarki, er skinsemin og sam-
viskan bíður hvurjum eíuum að kjeppast að.
Hvað því viðvíkur þessu næst, er menn opt bera
firir: að þeír hafi ekki efni á að kaupa bækur,
þá er það opt á góðum rökum biggt. Efnin skamta víða
gánginn, þó að viljinn sje góður og laungunin mikil til
að fræðast; og það ber stuudum við, að þessi laungun
kjemur sumum til að verja meíru fje til að afla sjer
bóka, enn þeír gjeta misst frá öörum þörfum sínum, so
þeím er firir það á hálsi leígið. Er það að vísu satt,
að til eru þeír menn, sein til hættir, að taka flesta vöru
jafngóða, og ekki eru nógu varkárir með að kjósa þær
eínar bækurnar, sem iiokkuð er á að græða, enn hleipa
hinum hjá sjer — sem þó er því meíri nauðsin á, sem
bækurnar verða fleiri. Enn næsta munu fá þau dæmi
meðal vor, að bókakaup hafl til muna svipt nokkurn
velgeíngni. $að verður leít á þeím almúgamönnum sem
meíra hafi látið út firir bækur, enn nokkurra rikisdala
virði (að fráteknum hússlestrabókum, sem flestir eíga);
og þessum peníngum er ekki að öllu leíti burt sóað,
því bækur gjeta verið við líði marga mannsaldra, ef vel
er með þær farið, og stuudum lialdið allt af verði; enn