Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1848, Qupperneq 26
26
8. ANDLEG STÉTT.
Súbreyting hefir á orðið þetta ár,aö prófastur-
inn í Snsefellsnessýslu Dr. Theol. P. Petursson á Staða-
stað var í sumar kjörinn til að verða Lektor við hinn
nýa prestaskóla í Reykjavik; þókti Yestfirðíngum að
vísu sárt að verða að sjá slíkum manni á bak úr
ílokki sínum, en fagna þó hins vegar því, að presta-
efriin skyhlu öðlast þvílíkan kennara. Nokkrir há-
aldraðir prestar, þeir er prestsembætti höfðu þjónað
i 50 ár eður leingur, hafa feingið lausn frá embætt-
um sínum, teljurn vér þessa til þess: 1, fyrrum prófast
Jón Gíslason á Breiðabólstað, erhann Iiinn fyrsti af
andlegrar stéttar mönnum í vestfirðinga-fjórðúngi, er
hlotið hefir riddara nafnbót; það brauð hefir feing-
ið Jón prestur Benediktsson frá Goðdölum nyrðra.
2, Björn prestur Hjálmarsson á Tröllatúngu, hafði
liann um tima gegnt prófastsverkum í Strandasýslu;
það brauð er veitt aðstoðarpresti hans, Ilaldóri Jóns-
syni. 3, Tómas prestur Sigurðarson í Holti; það
brauð er veitt stúdent Lárusi Johnsen. Ilinn 4. er
lausn hefir þegið frá embætti sínu, er séra Eggert
Bjarnason frá Stafholti, og er það brauð veitt Olafi
presti Pálssyni frá Reynivöllum. Skarðsþíng eru
veitt séra Páli Matthiesen, og Borgarþing séra Guðm.
Vigfússyni frá Stóranúpi. Saurbæarþing fékk Jón
prestur Haldórsson frá Flugumýrar- og Hofstaða-
þíngum í skiptum við séra Olaf ]?orvaldsson.
Eg byrjaði í fyrra að minnast ásigkomulags kirkn-
anna í vestfirðíngafjórðúngi, og ætla eg nú að liahla
því nokkuð áfram, svo menn séu ekki eins ófróðir
um liagi þeirra, og alment hefir verið að undan-
förnu. Ætla eg að greina frá þeim að þessu sinni í
Mýra-, Snæfells - og Dala-sýslum, eins og prófast-
arnir þar liafa góðfúslega sagt mér frá; er af skýrsl-
um þeirra meöal annars ljóst, að nú á seinni árum