Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1848, Page 37
37
ert legðu til. En fyrst að Reykjavíkurpósturinn
hefir ekkert minnzt á þetta málefni, og það er al-
menníngi liulinn helgidómur, þá get eg ekki farið
um það fleirum orðum að sinni; þó vil eg bæta því
við, að væru nokkur samtök liér í landi, og vilji á
að stofna felög og sjóði, þá mætti hér stofna bruna-
bótafélag hið öflugasta, og landsmenn njóta sjálfir
ágóðans af því, þ. e. brunabótanna sjálfra; en það
er í þessu sein öðru, að menn hafa leitað lángt
yfir skamt, og ætlað sér að liafa það með bónbjörg-
um út úr Dönum, sem oss er innan handar að hafa
hjá sjálfum okkur. Hér er nóg jarðagóz til að setja
í veð fyrir brunabótum, þjóðeignir, fyrir þjóðbygg-
íngum, bændaeignir, fyrir sjálfseignar húsum; jarð-
eigendur, er geingju í féiag um þetta, tækju þá
brunabæturnar árlega, og keyptu fyrir nýar fasteign-
ir jafnótt og gyldust. Eg tek til, að jarðeigendur
legðu saman og setti hverr sjöttúng fasteigna sinna
í veð, síðan væru tveir eða þrírmenn valdir afhendi
fasteignareigenda í hverri sýslu, sem héldu reikn-
íng yfir enar veðsettu fasteignir, og hvernig og til
liverra þær geingju að eignarskiptum, tækju við
brunabótunum og úthlutuðu þeim til þeirra, er veðið
hefðu sett, að réttum jöfnuði; en aðal-gjaldkeri ætti
að vera í Reykjavík, sem kallaði brunabæturnar af
húseigendum og stæði félögum veðsetjenda, í hverri
sýslu, skil af sínum hluta. En menn munu segja,
að ekki mundu jarðeigendur fúsir á, að selja jarðir
sinar, enar veðsettu, strax, og hvernig sem ástæði,
ef bærinn brynni/ eöa mikill hluti lians, svo að brun-
inn yrði bættur sem fyrst eigendum húsanna. Við
þessu er að búast, enda gætu jarðeigendnr beðið
af því mikinn skaða, ef selja yrði á einu ári jafn-
mikið jarðagóz; en eg held vafalaust, að bjá þessu
mætti einnig komast. Eg skil ekki, ef svo bæri