Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1848, Qupperneq 43
43
Bóndi: Komdu sæll Gestur minn! livernig hefir
f)ér li5ið, síðan þú fórst heiman að ?
G. 3>að hefir nú verið svona upp og niður, eins
og þú mátt nærri geta, því eg fief nú þegar farið
um land alt, og er það því að vonum, þó ekki hafi
eg ætið hitt fyrir góðviðrin, saint hefi eg ekki rek-
izt í hafvillur með Flensborgurunum, eins og sagt er
um hann Fjölnir, enda er nú ætíð munur að eiga að
tefla við sjóinn eða hafa land undir fæti.
B. Hvernig varð þér til um gistíngar á ferðum
þinum’?
G. Allvel, því margir hafa lofað mér að vera
og gjört vel til min, og er mér skylt að minnast þess
með þakklæti, hvað góðfúsuin greiða eg mætti fyrir
norðan, sunnan og austan, þó eg væri þar að öllu
ókunnugur; eins var það þegar eg kom hérnavest-
ur eptir, þá lofuðu margir mér aö vera, en einna
leingst fannst mér milli náttstaða á Norðurströnd-
um og sumstaðar í þínghá þeirra Snæfellínga, varð
eg þar einna feignastur að fá greióa, þegar kom til
þeirra, er eg fékk gistíngu að. Nokkrir urðu fyrir
mér á leið minni, sem áttu ekki skap við mig og
fundu margt að mér, eins og við var að búast, fá-
einir voru líka svo hreinlundaðir, að þeir sögðu mér
frá þvi, er mér liafði á orðið, og eg fann að skjótr-
ar umbótar þurfti við, og vilda eg að vel tækist að
bæta úr því uin leið og eg legg af stað í annað sinn,
þannig liafði, t. a m. sumt gleymzt hjá mér, þegar
eg gat um heldri rnanna lát á Vestfjörðum, sum-
staðar hafði hka orðið skekkja á ártalinu, og líka
liafði inishermzt hjá mér eitt og annað ; þá varð
eg þar hjá varr þess að nokkrum þókti eg ofdýr á
ferðum mínum, og af því mér féll þetta lakast af
öllu því, er að mér var fundið, þá ætla eg að fara
um það nokkrurn orðuin. Svo stóð á, að húsbænd-