Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1848, Síða 93
93
egg hans aft kaldeggjum, með [)ví að hrista eggið,
[>ángað til hvítinn og rauðinn blandast saman, verð-
ur þetta að gjörast, áður en únginn fer að skapast;
nieð þessu móti hafa svartbakar haldið við hreiður
sitt, og drepið minna af úngum æðanna, þegar þeir
þurftu ekki að ala ómegð sína. Á veturna, þegar
harðnar um æti, verða svartbakar æðum opt að bana.
Af öllu þessu er auðsætt, að þó að hagur sé að
svartbaka varpi, og þó mæla megi fram með þeim
í því, aö þeir verji nokkuð í kríngumsig fyrir árás-
um annara gripfugla, þá muni æðarfugl aldrei fjölga
til lilitar, fyrr en svartbakinum er eydt, og hann ekki
látinn fjölga af ásetningi, eins og sumstaðar tíðk-
ast, við hvað æðarvarpinu er mesta tjón búið.
3?aö er því sjálfsagt, að menn ættu að leggjast á
eitt. ráð, að láta eingan svartbak ná að únga út, og
ofsækja hann þar að auki með öllu móti, svo hann
fækkaði á endanum, og á eg það nokkurn veginn
víst, að eptir því sem svartbakar fækka, muni æð-
arfugl íjölga, einkum sé jafnframt lögð alúð á að
eyða og fækka öðrum gripfuglum, svo aö vörn sú,
er svartbakar kunna að veita æðarvarpi, verði einskis
metandi. En athuga þarf
7. Fleira, er lýtur a<) fribun œðarvarpsins.
Kjóa mega menn aldrei láta fjölga í varplönd-
um; því þó þeir séu næsta harðskeyttir að reka liina
smærri gripfugla á burt frá varplöndum þeim, er
þeirverpa á, þá gjöra þeir þó mikinn skaða með því
að drekka úr eggjum æðarfuglsins, og flæma þann-
ig marga æðurina frá hreiðrinu; því aðferð þeirra er
að þvi leyti verri, en annara gripfugla, að þeir
drekka ætið úr eggjunum í hreiðrinu, og skilja sjald-
an við, fyrr en þeir hafa brotið á öllum, og fer þá
svo út úr þeim ofan í hreiðrið, að dúninn ónýtist.
3?að hefir því flestra venja verið, að farga kjóa úng-