Ársritið Gestur Vestfirðingur - 01.01.1848, Blaðsíða 109
fsau, sem brúkuö eru til dúnhristíngar, eru hræll og
dúngrind1 ,mun tilbúningur verkfæra þessara, handtök
þau og handlægni, er til hristíngar þurfa, vera all-
staftar kunnugt orðift;“ en nokkru munar á aðferð
þeirri, er menn hafa við hristínguna sjálfa. Sumir
hafa svo lítið á dúngrindunum, að dúninn fer jafn-
ótt í gegnum grindina, og búið er að hræla hann
nokkrum sinnum, og geingur þá vel úr, ef vel er
malið undir; hinir hafa mikið á liverri grind, en af
því að þá getur ekki allur dúninn geingið eins í
gegnum streingina, nema því að eins að dúninn hrjst-
ist niður, geingur ekki eins vel úr honum, og situr
það utan á, er síðast verður hreint, er þessu þá svip-
að ofan af beggja megin, og geymt til næstu tínu.
5essi aðferð er að því leyti betri, að aldrei þarf að
nauðhrista eins nokkra tínu; því þó lítið sé haft á
grindinni í einu,1sitja óhreinindin ætíð utan á, og
þeim verður ekki náð, sé ekki því betur malið, nema
að dúninn rjúki eður hristist niður; verður hann því
betri, jafnari og rýkur minna með liinni hristíngar-
aðferðinni.
Við alla dúnhreinsunina riður á hinni mestu lag-
virkni, vandvirkni og notinvirkni; því skjótt munar
á svo verð-háum varníngi, sem dúninn er, fari nokk-
uð til spillis; það verður því, auk annars athuga,
vandlega að gæta þess, að upp séu tíndir allir þeir
smáhnoðrar, er niðurfalla eður rjúka burt, bæði við
1) Stærð og lögun dúngiinda þeiria, sem til hreinsunar eru
brúkaðar, þykir hentugust, að leingdin sé hálft sjötta kvartil
innan gafla, en breiddin hálft fjórða kvartil að hliðarrinnun; en
streingja götin svo þétt, að þrjátíu séu á grindinni. Mjög illa
geingur úr á streingjum þeim, sem eru úr sextugum færum;
venjulegast eru fertugir „streingir“ brúkaðir í þá, þó fer bet-
ur, að brúka til þessa mjórri „línur“, ef fljótt og vel á að
gánga ur dúninnm.