Gangleri - 01.01.1870, Side 43
43
þekktu það, enn gjöra. En það er svo með fleira hjerna
á veslings eynni okkar“. „Vínið erágætt“, sagði greifinn;
„jeg skal hugsa eptir að kaupa nokkuð af því, áður enn
jeg fer hcim. Er það dýrt“ ? ,,Fáa skildinga flask-
an“. „Hvað segið þjer ; fáa skildinga flaskan“ ? sagði
greifinn og helti óspart á staupið, „Jeg vil að eins leyfa
mjer að benda yður á einn galla, sem það hefir“, mælti
ábótinn ; „það er fjarska áfengt“. „IJað áfengt“ ! sagði
greifinn; „jeg treysti mjer til að drekka pott af því eins
og ekki neitt“.
„Þá ætla jeg að biðja yður að láta, eins og þjer
væruð heima hjá yður, en hugsa að eins eptir því, að
fleiri vín-tegundir er hjer að velja um, enn Marsala-
vínið eitt“.
Greifinn át nú og drakk af beztu lyst, og munk-
arnir vildu sýna, að þeir væru honum jafn-snjallir. í
fyrstu var þegjandalegt við borðið, æn ekki leið á löngur
áður enn menn fóru að tala sainan, fyrst í hálfum hljóð-
um, hver við sessunaut sinn, en síðan hærra og hærra,
eptir því sem vínið sveif á þá. Að lokunum varð svo
inikil háreysti, að ekki hcyrðist mælt mál. Greifinn var
að vísu ekki sterkur í ítölskunni, en þó þóttist hann skilja,
að mikið var talað um rán og gripdeildir ; sagðar sögur
af því, hversu klaustur hefðu verið brennd og rænd, en
nunnur hafðar á burt; lögregiumenn hengdir, og þar fram
eptir götunum. Ekki þótti greifanum það neitt kynlegt;
því að það var ckki ólíklegt, að munkar þessir hefðu
opt sjeð aðfarir stigamanna þar á eynni. Auk Marsala-
vínsins voru ýinsar aðrar víntegundir drukknar, og þótt
greifinn væri hraustur, fór honura samt á endanum að
daprast sjónin, og veíjast tunga um tönn. Þessu næst