Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Blaðsíða 9

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Blaðsíða 9
ELDGOSIN. 9 legar og hvellir miklir á milli; hristist jörðin svo sem allt ætlaði um koll að keyra. Gýgamir spúðu í sífellu bæði grjóti og gjalli liátt i lopt upp. Stærstu steinarnir voru 45 sekúndur á niðurleiðinni, en gjallið og sindrið fór svo hátt, að áhorfendur misstu sjónar á Jtví, par til er [>að kom aptur niður langar leiðir þaðan eins og hríðardrífa. Hvítglóandi eldá rann vest- ur úr gýgunum, og hefur mönnum svo sagzt frá, að voðalegt hefði verið, að sjá hana vella og heyra hana grenja á jafnfögru landi. þetta eldgos stóð í 4 daga, eða til 24. apríl. pá datt það niður aptur, og upp frá því var lengi kyrrt þar á örœfunum. Mikil vegsummerki voru orðin á öroefunum eptir öll þessi gos og eldsumrót. Hraunið, sem myndazt haf ði, var talið hátt á 3. mílu að lengd, en misbreitt; þar sem það var breiðast, var það yfir 1000 faðma, en þar sem það var mjóst, nálægt 500 faðma. Mjög var hraunið kömbótt, ósljett og laust í sjer, svo að illfœrt var yfir það bæði mönnum ogskepnum. Yfir að h'ta var hraunið hvítflekkótt, sem virtist vera af gufu, er lá yfirþví, en sums staðar var brennisteinslitur á. Upp úr hrauninu stóðu víða eldborgir, eins og smáfell i stórum þyrpingum. Voru þær skeifumyndaðar, og að því leyti ólíkar hinum fomu eldborgum í Mývatnskrauni, sem eru eins og koll- ótt fell eða hólar með skál í miðju. þá höfðu og víða í hinu nýja krauni mymlazt gjár, jarðföll og sprungur; höfðu sumar þeirra horfið aptur undir hraunið, en sumar stóðu eptir; voru þær sums staðar 3 álna breiðar, en snms staðar liafði jörð sigið öðrum megin við sprungurnar, og þannig mynd- azt gjáveggir. fullar 2 mannhæðir. þannig voru hin helztu vegsummerki cptir eldganginn á örœfunum um veturinn og vorið, en síðar varð þó enn nokkur breyting á, því að eigi var eldsumbrotum þar enn með öllu Iokið. Eptir öll þau umbrot og býsn, sem hjer hefur verið sagt frá að framan, varð nú langt hlje, svo að hvergi urðu menn elda varir. 1. og 2. júlí sögðu menn aptur kominn upp eld á Mývatnsörœfum, nokkru austar en á kinum fyrri stöðvum, en sú sögn var síðar borin aptur, og virðist eigi mikið hafa kveðið að þeim eldgangi. Nú leið og beið enn nokkra hríð, þangað til hinn 15. dag ágústmánaðar. þá kom enn upp stóreldur á Mývatnsörœfum, oger hann talinn mestur allra þeirraelda, erþar höfðu verið uppi. Milli dagmála og hádegis þann dag fannst á Grímsstöðum á Fjöllum snöggur kippur af jarðskjálfta, og því nær í sömu svipan sáu menn víðs vegar úr sveitum nyrðra mikla reykjarstróka þjóta upp af Mý- vatnsörœfum, og að því búnu eldgos mikið á hinum sömu stöðvum, sem gosin höfðu verið um vorið. Watts jöklafari var þá staddur á Stóruvöll- um í Bárðardal; og er hann sá, hvað gjörðist, brá hann skjótt við oglagði af stað til að skoða gosið, en varð veðurtepptur einn dag. Ilinn 17. ágúst lagði hann austur á örœfin við annan mann. þegar þar var komið, sáu þeir 20 reykjarstróka í sömu línu. Yið norðurenda þeirra voru 2 þjettar þyrpingar af svörtum hólum. Upp úr syðsta liólnum stóðu 2 svartir reyk- jarstöplar, en þeir kœfðust aptur niður af veðri og þykku vikurmistpi, er lá yfir hrauninu. í norðanverðum hólaklasanum gaus upp strókur miklu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.