Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Blaðsíða 16
16
FÖRIN YFIR VATNA.IÖKUL.
ar. Um morguninn, hinn 6. júlí tóku þeir sig upp, og hjeldu norður á
leið, cn litið súu þeir, hvað þeir fóru, því snjóburður var og dimmviðri.
Frost var þá í mesta lagi, eða frá 25 til 30 stiga. pó hjeldu þeir áfram
þann dag allan, og villtust eigi, þó að bylurinn væri. Um kveldið rýmdi
til í lopti, svo að sá til fjalla norðanvert við jökulinn. pau fjöll voru
Dyngjuíjöll, Kistufell og Skjaldbreið. Um miðjan dag hinn 7. júlí komu
þeir norður af jöklinum, austan undir Kistufelli. par skildu þeir cptir
sleðana, og það af farangri sínum, er missast mátti og byrðarauki var í.
paðan fóru þeir um kveldið; hjeldu þeir norður Ódáðahraun, og komu
loks að Grímsstöðum á Fjöllum snemma dags 10. júlí; höfðu þeir þá ver-
ið matarlausir nálega tvo sólarhringa. — pessi för var hin fyrsta, er farin
hefur vcrið alla leið yfir þveran Vatnajökul, og urðu þeir Watts mjög
frægir af förinni, er hæði var hættuför og þrekraun mikil. — Eigi gat
Watts kannað jökulinn svo sem hann vildi, sökum illviðra þeirra, er hann
hreppti. Kvaðst hann eigi geta annað um hann sagt, en að hann sje einn
jökulfláki, er hvlli á cldfjallaklasa, og mœni toppar margra þeirra upp úr
snjónum. Eld þann, er uppi var vorið 1872, hugði hann hafa verið I
Kverkijöllum, og þar sá hann nú og rjúka, cn eigi gat hann kannað það
gjör. Milli Kverkfjalla og Kistufells sagði hann að sigið hefði ofan jök-
ultunga mikil, og að í tungu þeirri væru upptök Jökulsár á Fjöllum, en
eigi undir Kistufelli, svo sem menn hafa áöur ætlað. Hinn 13. júli fór
Watts aptur upp til fjalla, að skoða Skjaldbreið og Dyngjufjöll. Frá lýs-
ing hans á eldsupptökunum í Dyngjufjöllum er áður sagt, og sömuleiðis
lýsing hans á gosinu á Mývatnsörœfum, 15. dag ágústmánaðar.
Landstjórn.
Nú víkur sögunni aptur til almennra tiðinda; og er þá fyrst að
scgja frá a 1 þ i n g i, er var hið 15. þing, en hið 1. löggjafarþing. ping-
setutimi þeirra alþingismanna, er átt höfðu setu á síðustu þingum, var
nú útliðinn, og ný þingskipun var komin á með stjórnarskránni, er meðal
annars breytti tölu þingmanna. Kosningar til hins nýja þings fóru vfða í
hjeruðum fram um haustið 1874, en sums staðar var þeim frestað til vors
1875. Áður en kosningar fóru fram, virtist vera allmikill áhugi í mönn-
um, að vanda nú kosningarnar sem mest mætti verða, og var tíðrœtt um
það í rœðum og ritum manna. Kjörfundir voru og víða sœmilega sóttir,
einkum norðanlands, og sums staðar varð talsverð keppni um það, hverjir
kosnir yrðu. Aptur á mót voru kjörfundir sums staðar linlega sóttir, og
þótti það lýsa litlum áhuga, en að nokkru leyti virðist það hafa komið af
því, aö kjörfundimir voru sums staðar settir á óhentugum tima, og kosn-
ingar dregnar fram á vetur, svo að óveður og ófœrð meinaði mönnum
að sœkja fundina.
Konungur kvaddi til þingsetu þá hina sömu menn, er áður höfðu
verið konungkjömir á hinum síðustu þingum, cn það voru þeir: