Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Blaðsíða 38

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Blaðsíða 38
38 LANDSTJÓRN. ar í vesturamtinu, og 20 aurar í norður- og austuramtinu.— Meðalverð allra meðalverða var eptir verðlagsskránum: alinin. í Skaptafellssýslu..........................48,9aurar - hinum sýslum suðuramtsins . . . 53,s — - Mýra- Snæfellsnes- Hnappadals- og Dalasýslu 61 — - Barðastrandar- og Strandasýslu . . 58,s — - ísafjarðarsýslu og ísafjarðarkaupstað . 62,9 — - Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu . .59 — - Eyjafjarðar- og pingeyjars. og Akureyrarkaupst. 56 — - Múlasýslum báðum..........................57 — Hin nýja sveitastjórnarskipun er nú að mestu komin ú, en f>ó eru enn óglögg ýms atriði, er þar að lúta. Ilreppanefndir og sýslu- nefndir voru kosnar árið 1874, en amtsráðin eigi fyr en nú (1875). í amtsráðunum fengu sæti auk amtmanna: í suðuramtinu: doktor Grímur Thomsen á Bessastöðum, prófastur Jón Júnsson á Mosfelli; í vesturamtinu: prófastur Guðmundur Einarsson á Breiðabólstað, sýslumaður Sigurður Sverrissen; í norður- og austuramtinu: alþingismaður Jón Sigurðsson á Gautlöndum, alþingismaður Einar Ásmundsson í Nesi. Af fundum amtsráðanna er okkort sögulegt að segja. Störf þeirra lutu helzt að því, er sveitastjórnarlögin gjöra ráð fýrir, svo sem að yfir- skoða gjörðir sýslunefnda, rannsaka ástand sjóða þeirra, er ömtunum til- heyra, og semja áætlanir um gjöld og tekjur þeirra. pá gjörðu og amts- ráðin ýmsar breytingar á vegum og póstgöngum, að því leyti sem það er á þeirra valdi. Sjerstaklegt umrœðuefni á amtsráðsfundum var fjárkláða- málið, og voru gjörðar ýmsar ráðstafanir þar að lútandi. Að því er þess- ar ráðstafanir snertir, er einkum að geta þess, að samþykkt var, aö veita fje úr jafnaðarsjóðum til kostnaðar við verðina, bæði með Hvítá í Borgar- firði, og Hvítá og Brúará í Árnessýslu. pess má enn geta, að amtsráð suðuramtsins ákvað, að hætta skyldi að greiða dýralækni Snorra Jónssyni laun úr jafnaðarsjóði amtsins svo fljótt sem orðið gæti. Ef minnst skal á kirkjuleg efni, þá má þess geta, að hyskup landsins vísiteraði í júnimánuði suðurhluta Gullbringusýslu. Á syno- dus, er haldin var 5. júlí í Reykjavík, gjörðist ekkert markvert. Á Vest- mannaeyjum hefur enn sem stundum fyrri brytt á mormónatrú, en eigi voru mikil brögð að því. Eptir skýrslu sóknarprestsins á eyjunum voru þar 14 mormónar í júlimánuði af alls 550 manns, sem eiga þarheim- ili. pá komu og til landsins 2 íslenzkir mormónar úr mormónaríkinu Utah í Ameríku, og hugðust að boða hjer trú sína; flökkuðu þeir víðs vegar um suðurland, on ljctu lítið til sín taka, og varð ekkert ágengt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.