Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Blaðsíða 36

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Blaðsíða 36
36 LANDSTJÓKN. ferðum meðfram ströndum landsius, að því leyti sem alþingi eigi voittí fje til þess. Ávörp beggja þingdeildanna til konungs voru svar upp á boð- skap konungs tii þingsins; vottuðu þau konungi þakklæti og hollustu þings og þjóðar. En jafnframt var í ávörpunum minnzt á stjórnarmál landsins. Tóku báðar deildir það fram, að þær væntu endurbótar á stjómarskránni, ef reynzlan kynni að sýna, að henni í sumum greinum væri ábótavant. (takmörkuninni á fjárforræðinu og ábyrgð landstjórnarinnar). Enn fremur minntust báðar deildir á það, að þeim þœtti isjárvert, að ráðherra íslands væri svo háður Dönum, að hann þyrfti að víkja úr sessi fyrir það, að hann eigi væri á sömu skoðim um dönsk, Islandi óviðkomandi mál, sem meiri hluti hinna dönsku þjóðfulltrúa, þótt hann hefði bæði traust konungs og íslendinga í öllum íslenzkum málum. pá hefur verið sagt nokkuð af hinu helzta, er gjörðist á alþingi 1875. pinginu var slitið 26. ágúst, og hafði það þá staðið yfir í 8 vikur. pctta fyrsta löggjafarþing íslendinga hafði œrið að starfa sem við var að búast, því að mörgu þurfti í lag að kippa, en menn voru bráðlátir eptir bótunum, og bárust því málin svo mörg að þinginu. Eföll frumvörpin til laga, bæði frá stjórn og þingmönnum, allar uppástungur, ávörp, ályktanir og fyrirspurnir eru talin sjerstök mál hvert fyrir sig, þá hafa málin orðið um 80, eins og áður er á vikið. En þess er gætandi, að sumt af þessu var samkynja, og því í rauninni sama mál. Ef talið er eptir því, verða málin raunar nokkuð færri, en þó má furðu gegna, hve mörg þau voru eigi að síður, og hve miklu þingið hofur afkastað á jafnskömmum tíma. Raunar náðu mörg málanna eigi fram að ganga, en mikið var þó eigi að síður haft fyrir sumum þeirra, og komust þau langt á leið í báðum deild- um, áður en þau fjellu. Sum af þingmálunum voru mjög einföld og auð- veld, svo að þau þurftu eigi mikið að tefja fyrir, en aptur voru mörg vandamál, og sum mjög svo ógreið og umfangsmikil, eins og fjárhagsmálið og íjárkláðamálið, cr eyddu miklum tíma fyrir þinginu, hið síðarnefnda að öllu leyti til einskis, sem síðar varð raun á. pví höfðu margir spáð, að tvískipting þingsins mundi valda mikilli tímatöf, en þótt svo kunniaðhafa verið að nokkru leyti, þá þótti hún þó yfir höfuð vel gefast að ýmsu. Samvinnan milli deildanna gekk að mestu greiðloga, og samkomulagið á þingi var vonum frcmur í flestum málum. Konungur hefur nú (í lok aprílm. 1876) staðfest öll lög alþingis, nema fjárkláðalögin og laxveiðalögin. Nokkrum ávörpum og ályktunum þings- ins hefur þegar verið gaumur gefinn, og nefndir hafa verið settar eptir tillögum þess til að undirbúa mál milli þinga. Með konungsúrskurði 29. okt. var ákveðið, að setja skyldi 5 manna nefnd til að hugleiða kcnnslu- og skólamálefni landsins, og semja frumvarp til laga um skipun þossara mála. I nefnd þessavoru skipaðir: byskup landsins Pjctur Pjctursson, prófastur pórarinn Döðvarsson í Görð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.