Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Blaðsíða 22
22
LANDSTJÓRN.
skipunarlögin o. fl.) hcimtuðu útgjöld, og lækkuðu því upphæð afgangsins.
Á mcðan ckki cr vfst, hvort öll þessi lög öðlast gildi, er eigi hcldur víst,
hvc mikili afgangurinn til viðlagasjóðsins verður í raun rjettri, en líkindi
eru til, að hann verði eigi fidlar 100000 krónur.
þannig samdi þá hið fyrsta löggcfandi alþing íslcndinga hin fyrstu
rcglulcgu fjárlög fyrir landið (1876 og 1877), og staðfesti konungur
þau 15. okt. Auk hinna ýmsu brcytinga á tekju- og gjaldagrcinum, er
þingið gjörði, cr einkum athugavert, að þingið veitti með lögum þessum
fje til ýmissra fyrirtœkja og framfara, er eigi hefur verið áður veitt; þar
til má telja styrkinn til gufuskipsferða, vegahóta og jarðabóta, styrkinn
til undirbúnings gagnfrœðisskóla og styrkinn til annara skóla og safna.
Fje það, er til þessa gengur, er yfir 100000 krónur, eða rúmar 50000 kr.
á ári. það er vitaskuld, að fje þetta nær skammt, cn nokkuð máþó mcð
því gjöra, og befur þingið með þessari fjárveitingu gjört kost á, að byrja
ýinsar framkvæmdir, sem að likindum hefði mátt biða nokkuð eptir ella.
Eigi hefur orðið skýrt í svo stuttu máli svo greinilcga frá íjárhagsmáli
þcssu scm skyldi, enda cr málið í eðli sínu mjög ógreinilegt, eins og nú
hagar til. En til frekari skýringa skal hjer að lyktum sett stutt ágrip af
fjárlögunum fyrir bæði árin, 1876 og 1877:
A. tekjur: kr. aur.
1. Skattar og gjöld 303876 6
2. Tekjur af fasteignum landssjóðsins 54452 »
3. Tekjur, er snerta viölagasjóðinn 22184 40
4. Endurgjald lána 3057 »
5. Árgjald úr ríkissjóði 196024 5>
579593 46
B. Útgjöld.
1. Til hinnar œðstu innlcndu stjórnar 26800 »
2. Til kostnaðar við alþingi 1877 32000 »
3. Til útgjalda við umboðsstjórn, gjaldheimtur, rcikningsmál,
dómgæzlu, lögreglustjóm o. fl 144893 74
4. Til útgjalda við Iæknaskipunina 38010 64
5. Til útgjalda við póststjómina 26800 »
6. Til kirkju- og kennslumála 122391 33
7. Til eptirlauna og styrktarfjár 41000 »
8. Til vísindalcgra og verklegra fyrirtœkja 10000 »
9. Til óvísra útgjalda 10000 »
451895 71
2. Launamálið var einnig eitt af hinum helztu málum, sem
fyrir komu á þingi, og stóð að því lcyti í sambandi við fjárhagsmálið sem
snorti útgjöldin. Engin almcnn lög hafa hingað til verið um laun ísienzkra
embættismanna, heldur liafa laun þoirra vcrið ákveðin í fjárlögunum og
áætiunum um tckjur og útgjöld íslands, og verið brcytingum undirorpin.
Mcð lögum 19-jan. 1863 varýmsum cmbættismönnum landsins vcitt launa-