Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Blaðsíða 50

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Blaðsíða 50
50 ATVINNUVEGIR. talsvcrður vesturfarabugur í marga, hugðust ftcir aðfara 4 næsta ári. f)ó að vesturfarirnar haíi pannig orðið [>ví nær engar næstliðið ár, [>á var þó á árinu gjörður margs konar undirbáningur undir vesturfarir framvegis, hvað sem úr þeim verður. — Af íslendingum í Vesturheimi hafa farið litlar sögur árið sem leið, en þær sögur, sem farið hafa af þeim, hniga flestar að því, að þeir haíi átt ervitt uppdráttar, einkum þeir er tekið höfðu sjer bólfestu í Canadalöndum; þar var árferði hart, og segir sagan, að Islendingar þar hafi rekizt í mikil vandræði. í Bandaríkjunum var einnig nokkuð hart um atvinnu, og urðu íslendingar á því að kenna eigi síður en aðrir. Af íslendingum þeim, er undanfarin ár hafa farið til Vesturheims, í því skini að afla sjer þar fjár og frama, hafa nokkrir komið aptur alfarnir til íslands, jafnnær og þeir fóru. Sagt er og, að aðrir vilji aptur koma, en geti eigi fyrir efnaleysi. Einstaka íslendingur hefur apt- ur á mót hafizt þar til nokkurs vegs. Má þar til nefna Jón prest Bjarna- son og Pál stúdent þorláksson, báða ágæta námsmenn og í miklu áliti. Jón hefur verið kennari þar við skóla, en Páil gengið á prestaskóla, og er nú orðinn prestur í norskum söfnuði. Mjög er misjafnt álit manna á íslandi á Vesturheimsferðum. Alþingi, landsstjómin, cmbættismenn flestir, ritstjórar blaðanna og allur þorri máls- metandi manna á íslandi eru hjer nálega á einu máli um það, að hafa ýmugust á ferðum þessum, og eru sumir þeim svo fráhverfir, að þeir álíta þær ganga næst landráðum, en fiestir aðrir telja þær sprottnar af keimsku eða framhleypni. En þótt vesturfarir eigi fáa formælendur þar sem nokk- ur styrkur er, vinnst þó erindsrekum Vesturheimsmanna furðanlega að telja fólk til slíkra ferða, einkum á norðurlandi, og nokkuð vestanlands og austan. Sunnlendingar eru spaklátari, og láta lítið bæra á óróa og burtfararhug. — Af afskiptum þings og stjórnar af úttíutningum er áður sagt. M e n n t u n. Hjer er enn sem optar fátt til frásagna, en þó er vert að fara hjer um nokkrum orðum, og það því fremur sem bæði menntunarfýsn virðist allt af vera að aukast og meira menningarmark sýnist nú vora orðið á ýmsu en áður hefur vcrið. Að undanförnu hafa að cins 2 prentsmiðjur verið á íslandi; var önnur þeirra þjóðeign og stóð því undir umsjón stiptsyfirvaldanna. Opt hafði verið áður kvartað undan því, að þessi prentsmiðja, scm hefur verið í Reykjavík, væri of háð stjórninni með þessu fyrirkomulagi, og vildu margir láta selja hana, en af því hefur eigi orðið allt til þessa; en nú gaf alþingi út lög, cr veitti ráðgjafanum fyrir ísiand umboð til að selja hana. Ilin önnur prcntsmiðja kcfur verið á Akureyri, og verið kölluð prentsmiðja norður- og austuramtsins. Ilún liefur vcrið leigð ritstjórum, og á síðustu árum hefur þar lítið verið prentað annað en frjettablöð. Ritstjóri Norð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Fréttir frá Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.