Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Síða 53
MENNTUN.
53
íslendinga og ýms ný rit til monntunar alþýðu. Á tveimur bókmennta-
fjelagsfundum, sem haldnir voru í Reykjavík í júlímánuði, urðu allkapp-
samlegar umrœður um þessi atriði, og var nefnd kosin til að íhuga ná-
kvæmar tilhögun fjelagsins, en engin breyting hefur verið gjörð á fjelag-
inu að svo komnu. Fjelagsmenn þeir, er tillög greiða, voru í maímán.
789 að tölu, og var það 29 fjelagsmönnum flcira en f júlímánuði árið áð-
ur, og hjer um bil 15 fieira en þá er flest hefur verið.
Á vísindaieg söfn er lítið að minnast. Bókasöfn landsmanna
hafa enn nokkuð aukizt, fornagripasafnið lítið, og náttúrusögusafnið ekk-
ert. Nokkrir menn hafa ritað áskoranir til íslendinga um að skjóta fje
saman til þess að reisa fyrir hœfilegt hús handa forngripasafninu, en svo
er að sjá, sem áskoranir þessar hafi enn sem komið er borið lítinn árangur.
Á skólamál íslands er komin talsverð hreyfing. Hin síðari ár
hefur borið á ýmiss konar óánœgju með skólafyrirkomulag það, er nú er
á íslandi, eigi af því, að skólarnir sjou nú í lakara horíi en áður hefur
verið, heldur af hinu, að mönnum hafa þótt þeir helzt til ónógir, og að
sumu leyti eigi fylgja nógu vel tímanum. Ymsar bœnarskrár um þetta
efni komu nú til síðasta alþingis, og fóru þær fram á það, ýmist að breytt
yrði allri skólaskipun þeirri, er nú er, og ýmist að nýir skólar yrðu stofn-
aðir og monntunin með því aukin. þingið tók þannig í þetta mál, aðþað
veitti fje til að stofna nýjan gagnfrœðisskóla o. fl., en að öðru leyti iagði
það til, að sett yrði nefnd til að íhuga skólaskipun landsins, og gjörði
stjórnin svo, eins og fyr er sagt. Enn fremur er þess áður getið, aðþingið
gaf út lög um að stofna nýjan læknaskóla og einn barnaskóla (á ísafirði).
í annan stað hafa landsmenn fyrirfarandi ár komið á ýmiss konar skólum
með frjálsum samskotum. pannig hafa myndazt barnaskólar á ýmsunv
Btöðum, sunnudagaskólinn í Reykjavík, kvennaskólinn í Reykjavík o. fl.
pessir skólar hafa flestir haldið áfram og blómgazt meira eða minna. A£
barnaskólunum er barnaskólinn í Reykjavík mestur. Haustið 1875
var kennslueyririnn við þenna skóla hækkaður, en þar af kom kurr i
bœjarbúa, og leiddi það til þess, að þegar skólinn byrjaði, komu ekki full
30 börn f skólann, í staðinn fyrir að börn hafa þar áðurverið allt að 100.
En þetta jafnaðist nokkuð síðar. í flestum öðrum barnaskólum hafa börn
fjölgað, og auk þess hefur víða verið tekin upp bamakennsla, er eigi er
með reglulegri skólaskipun. Sunnudagaskólinn í Reykjavík var
enn haldinn, og slíkt hið sama kvennaskólinn. Á kvennaskólann
gengu alls 11 stúlkur 1875—76, og voru kennslugreinir þar hinar sömu
og árið áður. Eyfirðingar hafa ráðið, að stofna hjá sjer kvennaskóla, og
eru í óða önn að undirbúa allt til hans. — Við latinuskólann í
Roykjavík voru í byrjun skólaársins 1874—75 : 65 lærisveinar. Af þeim
útskrifuðust 9 um vorið, en 2 fóru úr skóla á annan hátt. Aptur komu
16 nýsveinar í skólann, svo að f byrjun skólaársins 1875—76 voru læri-
sveinar skólans 70. Af þeim, sem útskrifuðust, fengu 3 fyrstu einkunn,
en 6 aðra einkunn. Auk þess tók einn utanskólasveinn burtfararpróf, og