Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Side 38

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1875, Side 38
38 LANDSTJÓRN. ar í vesturamtinu, og 20 aurar í norður- og austuramtinu.— Meðalverð allra meðalverða var eptir verðlagsskránum: alinin. í Skaptafellssýslu..........................48,9aurar - hinum sýslum suðuramtsins . . . 53,s — - Mýra- Snæfellsnes- Hnappadals- og Dalasýslu 61 — - Barðastrandar- og Strandasýslu . . 58,s — - ísafjarðarsýslu og ísafjarðarkaupstað . 62,9 — - Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu . .59 — - Eyjafjarðar- og pingeyjars. og Akureyrarkaupst. 56 — - Múlasýslum báðum..........................57 — Hin nýja sveitastjórnarskipun er nú að mestu komin ú, en f>ó eru enn óglögg ýms atriði, er þar að lúta. Ilreppanefndir og sýslu- nefndir voru kosnar árið 1874, en amtsráðin eigi fyr en nú (1875). í amtsráðunum fengu sæti auk amtmanna: í suðuramtinu: doktor Grímur Thomsen á Bessastöðum, prófastur Jón Júnsson á Mosfelli; í vesturamtinu: prófastur Guðmundur Einarsson á Breiðabólstað, sýslumaður Sigurður Sverrissen; í norður- og austuramtinu: alþingismaður Jón Sigurðsson á Gautlöndum, alþingismaður Einar Ásmundsson í Nesi. Af fundum amtsráðanna er okkort sögulegt að segja. Störf þeirra lutu helzt að því, er sveitastjórnarlögin gjöra ráð fýrir, svo sem að yfir- skoða gjörðir sýslunefnda, rannsaka ástand sjóða þeirra, er ömtunum til- heyra, og semja áætlanir um gjöld og tekjur þeirra. pá gjörðu og amts- ráðin ýmsar breytingar á vegum og póstgöngum, að því leyti sem það er á þeirra valdi. Sjerstaklegt umrœðuefni á amtsráðsfundum var fjárkláða- málið, og voru gjörðar ýmsar ráðstafanir þar að lútandi. Að því er þess- ar ráðstafanir snertir, er einkum að geta þess, að samþykkt var, aö veita fje úr jafnaðarsjóðum til kostnaðar við verðina, bæði með Hvítá í Borgar- firði, og Hvítá og Brúará í Árnessýslu. pess má enn geta, að amtsráð suðuramtsins ákvað, að hætta skyldi að greiða dýralækni Snorra Jónssyni laun úr jafnaðarsjóði amtsins svo fljótt sem orðið gæti. Ef minnst skal á kirkjuleg efni, þá má þess geta, að hyskup landsins vísiteraði í júnimánuði suðurhluta Gullbringusýslu. Á syno- dus, er haldin var 5. júlí í Reykjavík, gjörðist ekkert markvert. Á Vest- mannaeyjum hefur enn sem stundum fyrri brytt á mormónatrú, en eigi voru mikil brögð að því. Eptir skýrslu sóknarprestsins á eyjunum voru þar 14 mormónar í júlimánuði af alls 550 manns, sem eiga þarheim- ili. pá komu og til landsins 2 íslenzkir mormónar úr mormónaríkinu Utah í Ameríku, og hugðust að boða hjer trú sína; flökkuðu þeir víðs vegar um suðurland, on ljctu lítið til sín taka, og varð ekkert ágengt.

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.