Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Qupperneq 9

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Qupperneq 9
9 ruðningar um kviðinn“, þá stóð upp fórhallr og varði lýriti kviðburð- inn, og fann það til, að sá hefði lýst sökinni, er sannir „lagalest- ir“ vóru á ; þeir Flosi spurðu, til hvers hann mælti þetta, |>órhallr tók þá fram það, sem áðr er sagt, og endaði með því, að hann kvað þá ekki mega móti mæla, „at únýtt var málit“ (bls. 630). f>að var heldr ekki sótt meir. þ>á var eina ráðið að snúa málinu til sætta, enn það fór sem kunnugt er, að ekkert varð af sættunum. Skarphjeðinn sagði og síðan við föður sinn (bls. 641), að þeir mundu þá aldrei fá sótta að „landslögum“, og bar Njáll ekki móti því heldr. þ>annig lyktaði nú þetta mál, og varð þetta, sem kunnugt er, orsök tilNjálsbrennu ; enn það, sem hér er einkum athugavert við, er það, að svo var þetta alt útbúið frá upphafi, að allir, sem vóru að vígi Höskuldar, sluppu ósekir; þetta gat með engu móti orðið skiljanlegt fyrir lesöndum sögunnar til fulls, þó sagt hefði verið frá því lauslega, án þess að leiða rökin í ljós ; ritari sögunnar hlaut því að lýsa hér orðum og atvikum, eins og sú munnlega frásögn lá fyrir honum, þ. e. að láta sjálfa söguna tala að öllu aðalefninu til, eins og sýnist vera mark og mið vorra beztu rithöfunda. Eg get því ekki séð, að hér sé neitt óeðlilegt, eða að þetta beri neinn vott um síðari tíma tilbúning, og sama virðist mér lýsa sér í brennu- málunum. Enn margfalt stórkostlegra og margbrotnara er þó alt í mála- sóknunum eftir brennuna. Eg ætla hér að minnast þar á helztu atriðin i málunum í heild sinni. Njálsbrenna varð, sem kunnugt er, létust þar 11 manns, og stórkostlegir fjármunir hafa þar farizt. Njáls synir vóru ósekir, sem áðr er sagt; skyldu menn þá ætla, að slíkar stórsakir mundu hafa bitið þá, sem að brennunni vóru, ef alt hefði gengið samkvæmt lögum ; enn af því lögunum var hér ranglega beitt eðr þau hár- toguð, hlutust hér af þeir stórkostlegu viðburðir, sem eru eitt af aðalatriðum sögunnar, sem áðr er sagt; menn þoldu ekki slík rang- indi í þá daga, þegar almenn virðing var fyrir lögum og rétti, einkum hjá höfðingjum landsins og helztu mönnum, og lögin vóru þeim meira og minna kunn, og þeir beittu þeim og notuðu þau sér til verndar, þegar málum varð ekki slegið í sætt. fessum stórmálum var nú stefnt til alþingis, sökum öllum lýst að lögbergi; gekk það alt skipulega (141. kap.). Flosi fékk Eyj- ólf Bölverksson til að verja málið, með því enginn annar var til þess fœr, sem þeir áttu völ á ; það er og satt að segja, að Eyjólfr var manna lögvitrastr, enda átti hann kyn til þess, þar sem hann var þriðji maðr frá J>órði gelli og bróðir lögsögumannsins, er sfðar varð, enn rangsleitinn var hann og svífðist einkis, enda var hér nauðugr einn kostr. Eyjólfr byrjaði með því að þiggja mútur, enn 2

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.