Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Qupperneq 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1887, Qupperneq 38
Smávegis. Eftir Sigurð Vigfússon. I. Gullkaleikrinn á Hólum- A siðasta tímabilinu fyrir siðaskiptin var ríki biskupanna orð- ið einna mest hér á landi, enn konungsvaldsins gætti þá minna enn síðar varð; enn sumir biskuparnir vóru og stórmenni mikil, og auðguðu mjög biskupsstólana með stóreignum, bæði í föstu og lausu, og kirkjurnar með dýrgripum og skrauti. Gottskálk biskup Nikulásson á Hólum, 1498—1520, sendi utan Jón prest Arason til Noregs með „IX mörkum gulls, er hann lét gjöra gullkaleikinn af, er Danir tóku eptir Jón biskup Arason. Átti þá Hólakirkja haf- skip, er dró nær LXX lestum . . . . og auðgaði hann Hólakirkju um XXI hundrað hundraða í fasteign“, Espól. Árb. II. D. bls. 42; 21 hundrað hundraða verðr um 252 þúsund krónur. J>etta gerði nú þessi eini biskup. Enn þessi dýrð fór bráðum af; eptir siðabótina vóru kostagripir teknir — að minsta kosti frá dómkirkj- unum — og fluttir út úr landinu; um fasteignirnar fór sem kunn- ugt er. Hirðstjóra annáll bls. 696 segir: „J>eir (Danir) tóku með sér gull- kaleikinn stóra, er Gottskálk biskup til lagði, og fœrðu hann kóng- inum1. Fækkaði þá um fleiri dýrgripi í Hólakirkju í gulli og silfri“, sbr. og Espól. Árb. IV. D. bls. 82, og bls. 83 segir hann: „Af- hentu þeir kongi mörg dýrindi, gullkaleikinn oc ærid gull oc silfr, bagla silfrslegna af rostungstönnum oc margt annat“. 1) Ég kom að Hólum í tíð síra Benidikts prófasts Vigfússonar, og man ég það, að hann sagði mér, að á Hólum hefðu gullkaleikarnir verið tveir, og að annar hefði vegið 11 merkr; enn ekki hefi ég heyrt hans annar- staðar getið, eða hvað af honum hafi orðið.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.