Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Page 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Page 28
28 Engin skýrsla mun nú til vera um hversu margir hafa skoðað safnið á þessum árum og er óvíst hvort hún hefir gerð verið nokkru sinni. 5. 5afniQ undir umsjón Pálma Pálssonar. Safninu raðað á ný. — Reglu komið á tölumerkingu. Þegar Sigurður Vigfússon féll frá, skipuðu stiftsyfirvöldin sam- dægurs Pálma Pálsson kennara til þess að hafa á hendi umsjón Forngripasafnsins. Kom það brátt fram, að sú ráðstöfun var einkar heppileg fyrir safnið, og mun hafa verið torvelt að finna hæfari mann til þess starfa einkanlega eins og þá stóð á, svo sem bráðum skal gjörð grein fyrir. ** Þegar Sigurður Vígfússon raðaði safninu í húsakynnunum á al- þingishússloftinu munu þau hafa verið nægileg fyrir safnið, ekki stærra en það var orðið þá. En þegar þess er gætt hversu ákaf- lega safnið hafði auðgast að góðum gripum í tíð Sigurðar Vigfús- sonar, góðum gripum, sem nauðsynlegt var að sýna á safninu, og stórurn gripum, sem mikið rúm þurftu, ef vel skyldi fara, þá mun öllum verða ljóst, hversu allsendis ónóg þessi húsakynni hafa verið orðin er Sigurður féll frá, og vist. löngu fyr. Þegar Pálmi Pálsson tók við umsjón safnsins var þess vegna ástand þess að þessu og að ýmsu öðru leyti ekki gott, svo sem hann og skýrði landshöfðingja frá. með bréfi í ársbyrjun 1893. Þess var áður getið, að Bókmentafélagið gaf út byrjun á fram- haldsskýrslu þeirri um Forngripasafnið, sem Sigurður Vigfússon hafði samið, og sem til stóð að félagið gæfi út, en ekkert varð þá úr, og mun handrit Sigurðar hafa glatast. Sigurður gerði skýrslu um alla þá gripi er safninu bættust í hans tíð, frá og með byrjun ársins 1882. Prentaða skýrslan náði fram til miðs árs 1876, og er Pálmi tók við safninu, varð hann þess brátt vísari, að í þess vörslum var alls engin góð skýrsla til um viðbót við safnið á tímabilinu frá miðju ári 1876 til ársbyrjunar 1882, og taldist honum þó svo til, að á þeim árum myndu safninu hafa bæzt um 1000 gripir. Skýrslu þá er Sigurður Vigfússon virðist hafa samið um þetta tímabil og að líkindum sent Bókmentafélaginu, hefir Pálmi eigi fundið í fórum safnsins og mun hafa verið ókunnugt ura að Sigurður hafi gert nokkra skýrslu með gripalýsingum yfir þessi ár. í áðurnefndri dagbók safnsins er stuttleg upptalning þeirra gripa, er við höfðu bæzt til loka júlí- mánaðar 1877, og brot er til af skýrslu yfir viðbótina 1880 eftir Sigurð

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.