Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Side 54

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Side 54
54 ar, ekki drifnar, og eru kveiktar utan á. Á þeim 4 hliðflötum stétt- arinnar, scm greinarnar eru ekki á, eru smeltar (emaileraðar) myndir; þeim er fest þannig á, að mjó bönd eru fest á rönd á hliðfletina, og grannar snúrur utan með þeim að auk; böndin innilykja hinar smeltu myndaplötur og eru beygð lítið eitt inn á brúnirnar á þeim til að halda þeim föstum. Fyrir ofan hverja myndplötu er glær bergkristall, ferskeyttur á 2 flötunum, sporbaugsmyndaður á hinum 2, en fyrir neðan myndplöturnar eru 2 slíkir kristallar, ferskeyttir á einum fletinum, en sporbaugsmyndaðir á hinum þremur. Þessum gim- steinum er fest á stettina á sama hátt og myndplötunum smeltu; — nema einum, sem virðist hafa losnað af og verið fest síðar með ræmum, er ganga gegnum stéttina og eru beygðar út af að innan- verðu. — Alls eru kristallarnir 12. — Neðst á stéttinni, eiginlega neðan undir henni, eru kveykt við hana 2 bönd umhverfis og er annað með mótuðum smáblómum á (»valsað«). — Botninn á patín- unni er sleginn niður með 4 tungum í kross (sjá myndina) og eru merki guðspjallamannanna grafln í hornin, er verða á milli tungn- anna, vængjaður maður, uxi — ekki með vængjum —, vængjað ljón og örn; við hvert þeirra er grafið leturband fyrir nafn guðspjalla- mannsins, en nöfnin hafa þó aldrei verið grafin á þau. í miðri patínunni er smelt myndplata, 5,5 sm. að þverm., með mynd af Kristi sem konungi himins ogjarðar. Grunnurinn er blár og stirndur gullnum stjörnum, eins og á öllum hinutn myndaplötunum, merkir sýnilega himininn. Kápa Krists er græn, en sem glóandi aðinnan; geislakransinn um höfuð hans er rauður og gullinn kross í; einnig eru höfuð, hendur og fætur, og hnötturinn undir fótum hans, sem og boginn, gylt silfur, en smelt umhverfls. — Á myndplötunum smeltu, sem eru á stéit kaleiksins, eru þessar myndir: Kristurbund- inn og með band fyrir augum, en tveir menn halda honum og hafa hendur reiddar til höggs. Þessi mynd á við frásögnina í Lúk. 22. k., 63.—64. v., en er mjög sjaldgæf. — Næsta mynd sýnir húðstrýk- inguna, hin þriðja krossburð Krists og hin fjórða krossfestinguna og og standa þau María og Jóhannes hjá krossinum svo sem venjulega (deesis). Þessar myndplötur eru um 4 sm. á hvern veg; á hverri þeirra eru 3 mannamyndir. — I typpunum á hnúðunum eru einnig smeltar plötur, krossmyndaðar og 1,8 sm. að stærð um hornin; eru á þeim sumum smágreinar með blöðum, en á sumum blórn. Upp í stéttina að innanverðu er fest efst, þar sem hún gengur upp i legginn, lítil áttstrend silfurplata smelt og gylt, sem allar hinar, og er á henni guðs lamb (agnus dei, sjá meðf. mynd). Þverm. þessarar myndplötu ör 2,6 sm., þykt 1,5 mm., og jafnþykkar munu hinar vera.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.