Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Side 67

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1912, Side 67
67 6178. «/. . 6179. — 6180. — 6181. — 6182. — Hökull úr rósrauðu ullardamaski með íofnum blómum, í »barok«-stíl. Kross að aftan og lengja að framan úr bleiku og rósofnu silkidamaski og gullvirsborði fram með jöðrunum á þeim, en fram með jöðrunum á hökl- inum er grænn ullarborði. Fóðrið úr hvítu hörlérefti, grófgerðu. Kræktur á vinstri öxl. Stærð 104X65 sm. Sennilega frá 17. öld. Baksturjárn, tengur, blöðin 9,6X7>1 sm. að stærð, slétt að innan, lengd alls 53,5 sm. Sbr. 4036 og 4396. Bakstursöskjur rendar úr birki með áskrúfuðu loki; hæð 6,2 sm., þverm. um lok 9,7 sm. botn 9,1 sm. að utan, 7,9 sm. að innan, og dýpt undiröskjunnar 5 sm. Virð- ast útlendar að uppruna. Sbr. 3760. Altaristafla smíðuð úr furu, máluð með bláum, grænum, rauðum og hvítum lit, skiftist í 3 hluti: Undirtöflu (predella), stærð 52,5X21,5 sm. og greinar út til beggja hliða; á hana er letrað: En eg em Madkur, en ei Madur, Spott Manana, og Fyrerlitnig Folksins. Psalra: XXII. v. 7.; — miðtöflu. st. 78 (br.) X 76 sm. og greinar beggja vegna að auk, á henni er kross og líkneski Krists á, mjög illa útskorið. Annars vegar við það er letrað: Anno Christi, og hins vegar 448 fjórum sinnum (== 1792); — og bust, br. 99 sm., hæð 63 sm., mjókkar uppeftir; útskornir listar með brúnum, í miðju illa mótuð engilmynd og uppi yflr henni dúkur með áletrun: Hefur látid gjóra Sigurdur prestur Ingemundsson; þar uppi yfir þríhyrningur með auga í miðju. I vinstra horni bustarinnar neðst er letrað: unid hefur Am:Jo: son. (þ. e. Áraundi Jónsson smiður) og í hægra horninu stendur: i Novembris Mánude. Prédikunarstóll úr furu, ómálaður; hliðar flmm með spjöldum í umgjörðum og brúnir á milli útskornar; að neðan og ofan eru útskornir listar umhverfls, og er þessi áletrun með höfðaletri umhverfis efst: sæler eru | þeir | sem | heira | guds | ord j og | vardveita | þad | drottennbaudossadpredikafirerf. — Ofan á er skorið i h s samandregið, og innan á er skorið ártalið 1675. Allir þessu síðasttöldu 6 kirkjugripir (6177—82) eru til safnsins fengnir frá kirkjunni á Eyrarbakka, en þangað voru þeir komnir frá kirkjunni í Kaldaðarnesi. 9*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.