Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 9
AUÐUNN RAUÐI OG HÖLAKIRKJA
13
tilhöggnir rauðir sandsteinar, en lega þeirra benti til hornhleðslu.
Ekki er nú hægt að vita, hvar hleðslan lá í gröfinni.
1 hinni gröfinni norðan við kirkjuna var komið niður á hleðslu-
leifar, líkastar því, sem þar hefði verið rifinn veggur. Á afstöðuupp-
drætti Árna er staðurinn sýndur um 4 m norðan kirkju, en 9 m vest-
ur frá austurhorni.
Fyrri fundurinn gefur til kynna punkt vestarlega í norðurhlið
hinnar fornu dómkirkju frá miðöldum. Seinni fundurinn sýnir punkt
í Auðunarmúr norðan við kór.
Af framangreindum heimildum er Ijóst, að þriðia punkt má taka
í SA-horni núverandi steinkirkju.
Lengdarmál hennar setur Árni Sveinsson 25,66 m með stöpli, en
breidd 9 m. Til samanburðar má hafa málin, sem gefin eru upp í út-
tektarbók Hólakirkju, Bps. B VIII 18, árið 1763. Lengd kirkjunnar
er að ytra máli 32 álnir 10 þumlungar, innanmál 30 álnir 1 þumlung-
ur; breidd að utan 14 álnir, að innan 11 álnir 4 þumlungar; vegghæð
að utan 6 álnir 9 þumlungar, að innan 6V2 alin 4 þumlungar; hæð að
utan 13Yz alin; hæð á lofti undir mæni 6 álnir 8 þumlungar. Stöpull-
inn er að ytra máli 8x11 álnir 16 þumlungar; að innanmáli 6V2
X 6 álnir 4 þumlungar. Skrúðhús var að kórbaki, en hefur nú verið
löngu rifið. Mál voru að utan: lengd 4 álnir, breidd 714 alin 8 þuml-
ungar; innanmál 3 álnir 18 þumlungar X 7 álnir 10 þumlungar. Þessi
mæling virðist vera mjög skilmerkilega gerð, en málin eru reiknuð
í dönskum álnum, hverri á 62,8 sm. Og stafar þetta frá hinum danska
yfirsmið. Heildarlengd kirkjunnar 1763 er þá talin 40 álnir 10 þuml-
ungar, sem umreiknað er 25,38 m, en breiddin 14 álnir er umreiknuð
8,79 m. Kemur þetta mjög vel heim við mælingu Árna bónda, sem
gerð var um hávetur. Enn fremur hafa mál breytzt smávegis, þar
sem einkum grunnmúrinn hefur verið rappaður til styrkingar. Senni-
lega eru þó báðar mælingar gerðar ofan við sökkul. Mismunur á
utan- og innanmáli gefur um 90 sm veggþykkt.
Þá eru komnar fram allar þær staðreyndir, sem þarf til þess, að
mögulegt sé að setja kirkjugrunnana niður á blað í innbyrðis afstöðu
með töluverðri nákvæmni. Hins vegar gefur að skilja, að um endan-
lega óskeikula niðurstöðu geti engan veginn verið að ræða. Hún fæst
einvörðungu af hinum raunverulegu grunnleifum.
Á uppdrættinum eru austurveggur allur og suðurveggur núver-
andi kirkju að nokkru sýndir með veggþykkt. Þá sést að öðru grunn-
rissið að utanmáli.