Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 89

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 89
RÆÐA VIÐ DOKTORSPRÓF 16. JANÚAR 1960 93 Einangruð gefur fjöiin raunar alls ekki tilefni til slíkrar yfirlýsing- ar, en ég læt það vera, því þetta reynist reyndar vera rétt, þótt höf. hafi ekki haft skilyrði til að geta séð það. Skurðirnir sem fjölin er brotin um eru nefnilega alveg sams konar og íbognu strikin, sem höf. treystir sér ekki til að skilgreina. Þetta eru allt útlínur í líkömum manna, sem sýndir eru á fjöl nr. 6. Fjöl nr. 13 á heima neðan við fjöl nr. 6, og þetta leyfi ég mér að segja að sé algjörlega óyggjandi, en því miður er það einmitt hér sem ljósmyndir bókarinnar gera ekki það gagn sem skyldi, því að á þeim sjást ekki öll smáatriði, sem sjáanleg þurfa að vera til þess að maður sannfærist um að þetta er rétt. Til hægri er fjölin brotin um línu, sem er framlína mannsins á nr. 6, þess er flýr drekann, og efst til hægri á fjölinni sést hornið á vinstri ermi hans (greinilegt á fjölinni sjálfri, en ósýnilegt á ljósmyndunum). Bognu línurnar tvær á miðri fjölinni nr. 13 eru útlínur í líkama mannsins, sem er á miðri fjöl nr. 6, en þær tvær línur, sem eru lengst til vinstri á nr. 13, eru líkami mannsins, sem sést alveg frá hlið, þess er höfundur segir vera rangt teiknaðan. Hér hefur höfundur sem sagt látið sér úr hendi sleppa að setja fjöl nr. 13 á réttan stað, meira að segja alls ekki haft hana með á heildar- myndinni nr. 39. Fyrir þá sök hefur höfundur misst af mikilvægri vitneskju um mennina á fjöl nr. 6 og þar með allt verkið í heild. Þegar ljóst er, að fjöl 13 á þarna heima, sést í fyrsta lagi að mennirnir hafa aðeins sézt niður að miðju, eins og höfundinn sterklega grunaði. í öðru lagi sést nú þessi merkilega sveifla, sem myndskerinn gerir á líkamslínur mannanna til þess að vekja kennd um hreyfingu, ofboð mannanna. Og í þriðja lagi sést nú, að höfuðið, sem séð er frá hlið á fjöl nr. 6 og snýr til vinstri, út úr víti, á við handlegginn, sem er fyrir aftan það og maðurinn á miðri myndinni grípur um. Þetta er vinstri handleggur mannsins sem sést frá hlið, en hægri hönd hans grípur um klæðafald mannsins, sem engillinn er að stjaka niður í víti. Þetta er allt sami maðurinn, og það er ekki rétt, sem höf. segir (bls. 30), að handleggurinn bak við höfuðið sé laus og þarna sé um mistök listamannsins að ræða eða misskilning á fyrirmyndinni. Það opnast nefnilega nýtt viðhorf til þessa manns, þegar maður sér hvert líkams- línur hans stefna, en það sér maður, þegar maður setur fjöl nr. 13 á réttan stað. Listamaðurinn hefur að vísu teiknað nokkuð djarflega og kannske ekki að öllu fimlega, en það sem fyrir honum vakir er að sýna þennan veslings mann vinda svo óskaplega upp á sig í æðis- gengnu ofboði útskúfunarinnar, að hann snýr sig næstum því úr lið-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.