Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 89
RÆÐA VIÐ DOKTORSPRÓF 16. JANÚAR 1960
93
Einangruð gefur fjöiin raunar alls ekki tilefni til slíkrar yfirlýsing-
ar, en ég læt það vera, því þetta reynist reyndar vera rétt, þótt höf.
hafi ekki haft skilyrði til að geta séð það. Skurðirnir sem fjölin er
brotin um eru nefnilega alveg sams konar og íbognu strikin, sem höf.
treystir sér ekki til að skilgreina. Þetta eru allt útlínur í líkömum
manna, sem sýndir eru á fjöl nr. 6. Fjöl nr. 13 á heima neðan við fjöl
nr. 6, og þetta leyfi ég mér að segja að sé algjörlega óyggjandi, en því
miður er það einmitt hér sem ljósmyndir bókarinnar gera ekki það
gagn sem skyldi, því að á þeim sjást ekki öll smáatriði, sem sjáanleg
þurfa að vera til þess að maður sannfærist um að þetta er rétt. Til
hægri er fjölin brotin um línu, sem er framlína mannsins á nr. 6, þess
er flýr drekann, og efst til hægri á fjölinni sést hornið á vinstri ermi
hans (greinilegt á fjölinni sjálfri, en ósýnilegt á ljósmyndunum).
Bognu línurnar tvær á miðri fjölinni nr. 13 eru útlínur í líkama
mannsins, sem er á miðri fjöl nr. 6, en þær tvær línur, sem eru lengst
til vinstri á nr. 13, eru líkami mannsins, sem sést alveg frá hlið, þess
er höfundur segir vera rangt teiknaðan.
Hér hefur höfundur sem sagt látið sér úr hendi sleppa að setja fjöl
nr. 13 á réttan stað, meira að segja alls ekki haft hana með á heildar-
myndinni nr. 39. Fyrir þá sök hefur höfundur misst af mikilvægri
vitneskju um mennina á fjöl nr. 6 og þar með allt verkið í heild. Þegar
ljóst er, að fjöl 13 á þarna heima, sést í fyrsta lagi að mennirnir
hafa aðeins sézt niður að miðju, eins og höfundinn sterklega grunaði.
í öðru lagi sést nú þessi merkilega sveifla, sem myndskerinn gerir
á líkamslínur mannanna til þess að vekja kennd um hreyfingu, ofboð
mannanna. Og í þriðja lagi sést nú, að höfuðið, sem séð er frá hlið
á fjöl nr. 6 og snýr til vinstri, út úr víti, á við handlegginn, sem er
fyrir aftan það og maðurinn á miðri myndinni grípur um. Þetta er
vinstri handleggur mannsins sem sést frá hlið, en hægri hönd hans
grípur um klæðafald mannsins, sem engillinn er að stjaka niður í víti.
Þetta er allt sami maðurinn, og það er ekki rétt, sem höf. segir (bls.
30), að handleggurinn bak við höfuðið sé laus og þarna sé um mistök
listamannsins að ræða eða misskilning á fyrirmyndinni. Það opnast
nefnilega nýtt viðhorf til þessa manns, þegar maður sér hvert líkams-
línur hans stefna, en það sér maður, þegar maður setur fjöl nr. 13
á réttan stað. Listamaðurinn hefur að vísu teiknað nokkuð djarflega
og kannske ekki að öllu fimlega, en það sem fyrir honum vakir er að
sýna þennan veslings mann vinda svo óskaplega upp á sig í æðis-
gengnu ofboði útskúfunarinnar, að hann snýr sig næstum því úr lið-