Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 63
JURTALEIFAR FRÁ BERGÞÓRSHVOLI Á SÖGUÖLD
67
samstæðum blómum, öllum frjóum. Hinir reglulegu stóru kjarnar
eru úr miðblóminu, en undnu kjarnarnir ýmist úr blómum til hægri
eða vinstri. Hefur því ekki verið um tveggjaraða bygg að ræða, held-
ur samtegund þá, sem kölluð er H. polystichum (sexraða bygg), en
undir hana flokkast f jögurra- og sexhliða bygg.*) Aukaagnir (glumes)
*) Til eru mismunandi greiningarskiparár og nokkur mismunur er á notkun
latneskra nafna í sambandi við byggtegundir eftir löndum og eftir því hvaða
# § # #
2. mynd. Byggkjamar:
miðkjarnar (cfsta röð),
hægri kjarnar (miðröð),
vinstri kjarnar (neðsta röð).
Barley kernels:
median kernels (ahove),
right side kerncls (middle),
left side kernels (below).
f * é #
« « 4 #
fræðimaður á í hlut. Þó er almennast að kalla hið ræktaða bygg Hocdeum
sativum, en hið náskylda villta bygg Hordeum spontaneum, en síðan er til fjöldi
fjarskyldra villibyggtegunda.
Byggið er grastegund með holan, sívalan, liðaðan stöngul. í áfram’naldi af
þessum stöngli er aðal-blómskipunarleggur axins, sem einnig er með liðum, er
sitja þó mun þéttara en á stönglinum. Lengst er á milli þessara liða í villibyggi
eða frá 6.0 til 9.B mm, en venjulega frá 2.1 til 3.6 í hinum ræktuðu afbrigðum
byggsins. Á hverjum þessara liða eru þrjú samstæð smáöx með úrkynjuðum
legg og einu blómi í hverju þeirra. Sitja þessi blóm raunverulega á smánöf við
hvern lið á blómskipunarleggnum í stakstæðum þrennum. Nú geta ýmist öll
þessi blóm verið frjó, og er byggið kallað sex-raða, en tveggja-raða sé miðblóm
hverrar þrennu frjótt, en hliðarblómin ófrjó eða aðeins karlkyns. Þó er til milli-
liður milli þessara tveggja með frjóum dvergblómum til hliðar við miðblómið