Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 98

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 98
102 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS En lítum ögn á þessa tvo heimildarmenn, Jónas og Kálund. Jónas sá aðeins fjórar fjalir í Tungu 1839 og teiknaði tvo menn eða líklega öllu heldur engla, sem hann sá á þeim. Ég er höfundi bókarinnar mjög þakklátur fyrir skýringuna á höfuðbúnaði þessara manna eða engla, ég held hún sé rétt og skarpleg. Hins vegar er ég höf. ósam- mála um að þeir hafi verið á láréttum fjölum, hvað sem líður strik- unum undir iljum þeirra, þau hefur Jónas líklega sett til þess að láta þá ekki svífa í lausu lofti. Hann segir sjálfur að fjalirnar standist ekki á. Samt teiknar hann menn í heilu líki. Nú eru Bjarnastaða- hlíðarfjalir aðeins 25 sm breiðar, og það er ekkert rúm fyrir menn í heilu líki á hverri einstakri nema þeir séu hafðir í miklu smærri mælikvarða en allt annað á Bjarnastaðahlíðarfjölum, 'eða 20—25 sm á hæð. Svo smáir hafa varðenglarnir ekki verið, og ég sé enga leið aðra en þá, að Jónas hafi séð menn þessa á lóðréttum fjölum, og þær hafa þá verið af sömu gerð og þær fjalir, sem ég hef leyft mér að kalla þær raunverulegu Flatatunguf jalir. En séu mannverur Jónasar rétt skýrðar sem varðenglar úr dómsdagsmynd, tel ég miklu senni- legra, að þær séu þeir tveir, sem standa sinn hvorum megin við hið uppreidda hásæti á miðri myndinni. Lítum. svo á Kálund, sem er aðalheimildarmaður höfundar. Kálund telur upp ýmis efnisatriði, sem hann sá á 5 fjölum í Tungu 1874, og hefur höfundi að vonum orðið starsýnt á, að hann nefnir einmitt nokkur atriði, sem vantar á fjalirnar frá Bjarnastaðahlíð, en eiga skilyrðislaust að vera á býzanskri dómsdagsmynd. Meðal þessara atriða er Mikjáll erkiengill með vogarskálar, maðurinn með fingur- inn í munninum, og svo afhöggvin höfuð, hendur og fætur, sem Jónas hafði einnig teiknað. Þarna virðast Bjarnastaðahliðarf jalir og lýsing Kálunds fylla hvort annað, og skal fúslega játað, að það er allfreist- andi að sameina þetta eins og höf. gerir. Auk þess telur höf., að Ká- lund sé áreiðanlega að lýsa láréttum fjölum, en ekki lóðréttum, þó að þetta atriði sé raunar ekki alveg óyggjandi. Nokkuð af fjölum þeim, sem Kálund sá, var skömmu síðar flutt í búr, sett þar í árefti, og brann 1898. Hér hefur aftur orðið einkennilegur aðskilnaður milli láréttra og lóðréttra fjala, ef báðar tegundir hafa verið í Tungu. Allar þær láréttu hafa brunnið, aðeins lóðréttar varðveitzt. En það er ekki óhugsandi, að fjalir þær, sem Kálund sá, hafi allar verið lóðréttar, eins og ég sagði, og mér hefur sagt í óspurðum fréttum maður, sem átti heima í Flatatungu á árunum 1896—99 og var þar 14 ára þegar bruninn varð, að hann telji fjalirnar, sem brunnu, hafa verið af teg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.