Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 30
34
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
þó af sömu stærð og gerð og áður var. Lét prestur færa stein á laugar-
barminn, og á þann stein hjó faðir minn eftir fyrirmælum prests
,,V. Th. 1858“. Stafirnir V. Th. eru fangamark séra Vernharðs. Hann
skrifaði sig Thorkelsson." 17)
*
Athugum fyrst málin, sem gefin eru á Snorralaug í þessum heim-
ildum, beint eða óbeint.
f frásögn Páls Vídalíns geymast munnmæli um vatnsdýptina, eins
og hún á að hafa verið á 13. öld, hann getur um bekki í lauginni og
um útrásarvindauga, líklega gat ofarlega á laugarveggnum, sem stilli
vatnsborðið. Loks staðhæfir hann, að margir samtímamenn hans haki
vatnið, ef þeir sitji á steini í laugargólfinu, eins og sagt var að Guð-
mundur biskup (Arason) hefði gert. Gerum ráð fyrir, að steinninn,
sem talað er um, sé ein af botnhellunum, sem nú eru í Snorralaug.
Nú er botninn jafnhæstur nálægt miðju, en lægstur við frárennslið á
suðurhluta veggjarins. Vera má, að svo hafi verið lengi (þrátt fyrir
ummæli Hendersons, sjá síðar), hafi menn setzt flötum beinum á
miðhelluna, t. d., og vatnið tekið sumum í höku, þegar laugin var full.
Ef fullorðnir menn sitja þannig lætur nærri að 55—70 sm séu upp
að höku. Þetta eru að vísu rúm takmörk,18) en þó athyglisverð. Kemur
hæð þessi nokkurn veginn heim við vatnsdýptina í Snorralaug fullri,
eins og hún var, áður en viðgerðin fór fram 1959. Þá voru, frá botni
á sama stað, 66 sm að útrásarvindauga, en víða er botninn nokkrum
sentimetrum hærri (mest 15 sm). Nú eftir viðgerðina er vindaugað,
nefnt „yfirfallsgat“, 70 sm frá botni á sama stað. Kemur það ef til
vill betur heim við mál Páls Vídalíns, ef hann á annað borð á við
botnhellu, þegar hann talar um „stein“.
í lýsingu Eggerts og Bjarna er þannig sagt frá setinu í lauginni,
að hún hlýtur að hafa verið kringlótt, en mál eru ekki gefin, nema
hvað fullyrt er, að fimmtíu manns komist fyrir í henni.
Mackenzie segir hana kringlótta, þvermálið um 14 fet eða um
4.27 m, dýptina um 6 fet eða 1.83 m, en vatnsdýpið um 4 fet eða um
1.22 m. Holland segir þvermálið 12 eða 14 fet, þ. e. 3.60 m eða 4.20 m,
en dýptina 3 eða 4 fet, þ. e. 0.90 eða 1.22 m.
17) Kristleifur Þorsteinsson, Úr byggðum Borgarfjarðar, II, Reykjavik, 1948,
bls. 200-201.
18) Þau færast að sjálfsögðu niður, þegar um er að ræða líkamshæð manna á
18. öld, en engin tök eru á að segja nákvæmlega til um það.