Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 7
AUÐUNN RAUÐI OG HÓLAKIRKJA
11
fússonar, auk annarra. Ævisaga Jóns Þorkelssonar I bls. 203, Sjálfs-
ævisaga Þorsteins Péturssonar bls. 233.
Ber öllum samtíðarheimildum saman um röskun þessa.
Nú má nota þá vitneskju, sem komin er fram hér að ofan um altar-
ið, múrinn og legstað Jóns biskups Yigfússonar, í sambandi við heim-
ildir um stærð hinna ýmsu kirkna, þ. e. Péturskirkju, Halldórukirkju
og kirkjunnar, sem nú stendur, til þess að staðsetja þær sæmilega
rétt í afstöðu hverrar til annarrar.
Elztu heimild um stærð Péturskirkju er að finna í Syrpu síra Gott-
skálks Jónssonar í Glaumbæ, en mun sennilegast vera tekin upp úr
máldagabók Ólafs biskups Rögnvaldssonar. Segir þar, að kirkjan á
Hólum eigi að vera 50 álna löng, en stöpullinn 17 álna langur og breið-
ur; framkirkjan 19 álna breið, en um stúkurnar 35 álna breið, en
kórinn 17 álna; hæð framkirkjunnar á að vera 221/4 alin og 2 þver-
fingur betur. — í annarri heimild frá um 1616, sem virðist byggð á
sömu heimild og síra Gottskálks, segir má heita það sama, þó með
þeim mun, að sagt er berum orðum, að kórlengdin sé 17 álnir. Hæð
framkirkju er sögð 23V4 alin og 2 þumlungar betur, en lengd 50 álnir.
DI V 358.
I Árbókum Espólíns segir, að kirkja Jörundar hafi verið vel 50
álnir að lengd, framkirkjan 19 álna breið, en 23 álnir og 3 þumlungar
að hæð; kórinn 17 álna breiður; stöpullinn 17 álna breiður og jafn-
langur. Að orðfæri stendur heimild þessi nær Syrpu, og ber aðeins
verulega á milli um hæð framkirkju. I. deild bls. 33.
1 sömu árbókum getur í sambandi við kirkjuhrapið 1624, að mælt
hafi verið, að 38 glergluggar hafi verið á Péturskirkju, 18 sperrur
í kórnum, 16 í (fram)kirkjunni, 12 í stöplinum. VI. deild bls. 25, sbr.
Ann. Bmf. IV 251.
Hér mun eitthvað vera afbakað. í Sigurðarregistri 1525 eru gler-
gluggar taldir 12 á kór og 6 af þeim brotnir; 8 í framkirkjunni og
7 af þeim brotnir; 15 fram í bekknum nýir og 1 af þeim brotinn.
1550 eru taldir 12 glergluggar í kórnum og 2 fram í kirkju. DI IX
296, XI 852. 1569 eru engir gluggar nefndir.
Talan XXXVIII í Árbókunum mun líklega fengin úr Sjávarborgar-
annál, en sennilega í hann komin með skakkri samlagningu úr Sig-
urðarregistri, og mun sú rétta vera 12 + 8- Gluggarnir nýju, 15 í
bekknum, eru bersýnilega ekki komnir í.
Tala sperranna mun og fengin úr Sjávarborgarannál. Erfitt er að
átta sig á henni, og gæti verið, að eitthvert brengl væri þar í. Hún