Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 7
AUÐUNN RAUÐI OG HÓLAKIRKJA 11 fússonar, auk annarra. Ævisaga Jóns Þorkelssonar I bls. 203, Sjálfs- ævisaga Þorsteins Péturssonar bls. 233. Ber öllum samtíðarheimildum saman um röskun þessa. Nú má nota þá vitneskju, sem komin er fram hér að ofan um altar- ið, múrinn og legstað Jóns biskups Yigfússonar, í sambandi við heim- ildir um stærð hinna ýmsu kirkna, þ. e. Péturskirkju, Halldórukirkju og kirkjunnar, sem nú stendur, til þess að staðsetja þær sæmilega rétt í afstöðu hverrar til annarrar. Elztu heimild um stærð Péturskirkju er að finna í Syrpu síra Gott- skálks Jónssonar í Glaumbæ, en mun sennilegast vera tekin upp úr máldagabók Ólafs biskups Rögnvaldssonar. Segir þar, að kirkjan á Hólum eigi að vera 50 álna löng, en stöpullinn 17 álna langur og breið- ur; framkirkjan 19 álna breið, en um stúkurnar 35 álna breið, en kórinn 17 álna; hæð framkirkjunnar á að vera 221/4 alin og 2 þver- fingur betur. — í annarri heimild frá um 1616, sem virðist byggð á sömu heimild og síra Gottskálks, segir má heita það sama, þó með þeim mun, að sagt er berum orðum, að kórlengdin sé 17 álnir. Hæð framkirkju er sögð 23V4 alin og 2 þumlungar betur, en lengd 50 álnir. DI V 358. I Árbókum Espólíns segir, að kirkja Jörundar hafi verið vel 50 álnir að lengd, framkirkjan 19 álna breið, en 23 álnir og 3 þumlungar að hæð; kórinn 17 álna breiður; stöpullinn 17 álna breiður og jafn- langur. Að orðfæri stendur heimild þessi nær Syrpu, og ber aðeins verulega á milli um hæð framkirkju. I. deild bls. 33. 1 sömu árbókum getur í sambandi við kirkjuhrapið 1624, að mælt hafi verið, að 38 glergluggar hafi verið á Péturskirkju, 18 sperrur í kórnum, 16 í (fram)kirkjunni, 12 í stöplinum. VI. deild bls. 25, sbr. Ann. Bmf. IV 251. Hér mun eitthvað vera afbakað. í Sigurðarregistri 1525 eru gler- gluggar taldir 12 á kór og 6 af þeim brotnir; 8 í framkirkjunni og 7 af þeim brotnir; 15 fram í bekknum nýir og 1 af þeim brotinn. 1550 eru taldir 12 glergluggar í kórnum og 2 fram í kirkju. DI IX 296, XI 852. 1569 eru engir gluggar nefndir. Talan XXXVIII í Árbókunum mun líklega fengin úr Sjávarborgar- annál, en sennilega í hann komin með skakkri samlagningu úr Sig- urðarregistri, og mun sú rétta vera 12 + 8- Gluggarnir nýju, 15 í bekknum, eru bersýnilega ekki komnir í. Tala sperranna mun og fengin úr Sjávarborgarannál. Erfitt er að átta sig á henni, og gæti verið, að eitthvert brengl væri þar í. Hún
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.