Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 115
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR I SÖFNUM A NORÐURLÖNDUM
119
PRJÖNASTOKKAR
1. E. 2U0U- (HMB) Prjónastokkur úr beyki. Ferkantaður í þver-
skurð. Með stóru og litlu hverfiloki, minna lokið læsir hinu stærra.
L. 32. Br. 3,9. H. (að frátöldum hnappinum á hverfiloksásnum) 4,2.
2. Óskemmdur. Lokið ef til vill yngra en sjálfur stokkurinn.
Minna lokið vantar. Ómálaður.
3. tJtskurður á öllum fjórum hliðum og ofan á lokinu. Alls staðar
höfðaleturslína og kílskurðarröð meðfram langhliðum. Oddurinn á
kílskurðarstungunum snýr út að brúninni.
4. Ártal ekkert.
5. Bókstafirnir torlesnir.
6. Engar upplýsingar í skránni.
7. MÞ: — - — áletrunin virðist ógreinileg og torráð í fljótu
bragði; á lokinu eru 11 stafir: grdaystocen(l), (þ. e. G. R.dóttir á
prjónastokkinn). [Þetta bendir til þess, að litla lokið hafi verið á
sínum stað, þegar MÞ las úr áletruninni (í desember 1917). Nú vant-
ar fyrsta bókstafinn og helminginn af öðrum.] Á annarri hliðinni
stendur: eggeteianagullahldsn, á endafletinum: ae, á hinni hliðinni:
ngeimtvelprionaan, og á hinum endafletinum hafa staðið 2 stafir,
sem eru nú að mestu horfnir. Þetta virðist hafa átt að vera: Eg get
ei annað, gullhlaðs ná, en geymt vel prjóna. An(no?), og ártalið
hefur þá staðið á lokinu, því upphaflega loki; það, sem nú er á, sýn-
ist yngra.
1. E. 2U05. (HMB) Prjónastokkur úr aski. Eintrjáningur, fer-
hyrndur í þverskurð. Hið vanalega hverfilok, eitt stórt og eitt lítið.
L. 34,7. Br. 3,7. H. (að frátöldum hnöppum) 3,9.
2. Óskemmdur. Ómálaður.
3. Útskurður á öllum fjórum hliðum, neðan á, á lokinu og á báð-
um hnöppunum. Kringlótti hnappurinn á litla hverfilokinu er með
upphleyptri sexblaðarós, hinn hnappurinn, sá ferhyrndi, með fjór-
blaðarós og með bátaskurði á hverju blaði. Annars er alls staðar
höfðaleturslína og kílskurðarröð meðfram brúnunum. — Þokkaleg
og snotur vinna.
4. 1865 (rómverskar tölur með höfðaletri).
5. Áletrun: stokknumhei/tidh
efegþierhannvelgeimirpri