Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 49
AÐ SAUMA SÍL OG SlA MJÓLK
53
megin. Ef eg óttast nokkurt hár verði í smjörinu, þá hæri eg það
með hníf, þangað til ekkert sezt á eggina.“
Þessi heimild er á ýmsan hátt merkileg. Hún geymir einu vitneskj-
una, sem til er um síu brugðna úr hrossanál, þurrasefsgrindina, og
verður engu þar við bætt. Hér eru og skaftfellskri konu lögð þau orð
í munn, að sílárinn sé norðlenzkur, en af því mun a. m. k. mega ráða
það, að hann hafi ekki tíðkazt í Skaftafellssýslu.
Silár og síll (eða síill) hygg ég að merki nákvæmlega hið sama.
Hvorugt orðið kemur fyrir í fornum ritum. Elzta heimild um orðið
síll er í reikningsskap Laufáskirkju 1559, er Ólafur Hjaltason skild-
ist við, en Jón Sigurðsson tók við staðnum. Er þar með ýmsum
mjólkurgögnum meðal annars talið: þrjár skyrgrindir með einni lít-
illi, tvær síur, einn síll með grind (ísl. fbrs. XIII, bls. 407). Dæmið
er merkilegt, því að skýrt er gerður greinarmunur á síu og síl. Sían
er skyrsía5) og notuð með skyrgrind, en síllinn er mjólkursía, og
honum fylgir einnig grind, sílgrind. Síllinn er þá sjálfur síudúkur-
inn, sjálf sían, sem fest er á sílgrindina. Orðið sílgrind kemur fyrst
fyrir í reikningsskap Valþjófsstaðakirkju í Fljótsdal 1553, hún á þá
tvær sílgrindur (ísl. fbrs. XII, bls. 644). Einnig er orðið talið upp í
orðabókarhandritinu Lbs. 220, 8vo, og í orðabók Blöndals, þýtt eins
og síll, eða „Siramme“ og sagt norðlenzkt. Fleiri gömul dæmi um síl
eru þessi: Ólafur Ólafsson teiknimeistari í ritgerð um lím í Ritum
lærdómslistafélagsins 1786 (VI, bls. 237): Að svo búnu er límið síað
á stórgerðum sil, annaðhvort af hrosshári eða kýrhölum. Séra Snorri
Björnsson í Rímum af Sigurði snarfara, pr. 1779 (bls. 3) : Fjölnirs
rjóma eg renna læt / um Rögnirs síl í Boðnar strokk. Jón Jakobsson
sýslumaður í Ritum lærdómslistafélagsins 1791 (XII, bls. 198) talar
um svokallaða trogsila (sbr. bls. 50. Nafnið dregið af því, að með síl-
um þessum var síað á mjólkurtrogin). Oddur Hjaltalín um mat-
reiðslu lyfjagrass með mjólk, í Islenzkri grasafræði, Kph. 1830 (bls.
84) : Marin lyfjurtarblöð leggjast á síil, og þar í gegnum síast mjólk-
5) Á síðari árum voru skyrsíur yfirleitt hafðar úr gisnum striga, en áður
voru þær prjónaðar úr hrosshári eða togþræði, með garðaprjóni, og voru fer-
kantaðar. Margir kannast við þess háttar skyrsíur, og munu togsíurnar hafa
verið algengari. Skyrsían var strengd á skyrgrindina, sem var trégrind með hæl-
um úr tré allt í kring. Rimlar voru í botni skyrgrindarinnar, en sjálf var hún
gerð úr um 4 þuml. breiðum fjölum og stóðu fjalarendarnir nokkuð út um horn-
in. Þessi horn hvíldu á börmum ílátsins, sem sía átti í.