Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 49

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 49
AÐ SAUMA SÍL OG SlA MJÓLK 53 megin. Ef eg óttast nokkurt hár verði í smjörinu, þá hæri eg það með hníf, þangað til ekkert sezt á eggina.“ Þessi heimild er á ýmsan hátt merkileg. Hún geymir einu vitneskj- una, sem til er um síu brugðna úr hrossanál, þurrasefsgrindina, og verður engu þar við bætt. Hér eru og skaftfellskri konu lögð þau orð í munn, að sílárinn sé norðlenzkur, en af því mun a. m. k. mega ráða það, að hann hafi ekki tíðkazt í Skaftafellssýslu. Silár og síll (eða síill) hygg ég að merki nákvæmlega hið sama. Hvorugt orðið kemur fyrir í fornum ritum. Elzta heimild um orðið síll er í reikningsskap Laufáskirkju 1559, er Ólafur Hjaltason skild- ist við, en Jón Sigurðsson tók við staðnum. Er þar með ýmsum mjólkurgögnum meðal annars talið: þrjár skyrgrindir með einni lít- illi, tvær síur, einn síll með grind (ísl. fbrs. XIII, bls. 407). Dæmið er merkilegt, því að skýrt er gerður greinarmunur á síu og síl. Sían er skyrsía5) og notuð með skyrgrind, en síllinn er mjólkursía, og honum fylgir einnig grind, sílgrind. Síllinn er þá sjálfur síudúkur- inn, sjálf sían, sem fest er á sílgrindina. Orðið sílgrind kemur fyrst fyrir í reikningsskap Valþjófsstaðakirkju í Fljótsdal 1553, hún á þá tvær sílgrindur (ísl. fbrs. XII, bls. 644). Einnig er orðið talið upp í orðabókarhandritinu Lbs. 220, 8vo, og í orðabók Blöndals, þýtt eins og síll, eða „Siramme“ og sagt norðlenzkt. Fleiri gömul dæmi um síl eru þessi: Ólafur Ólafsson teiknimeistari í ritgerð um lím í Ritum lærdómslistafélagsins 1786 (VI, bls. 237): Að svo búnu er límið síað á stórgerðum sil, annaðhvort af hrosshári eða kýrhölum. Séra Snorri Björnsson í Rímum af Sigurði snarfara, pr. 1779 (bls. 3) : Fjölnirs rjóma eg renna læt / um Rögnirs síl í Boðnar strokk. Jón Jakobsson sýslumaður í Ritum lærdómslistafélagsins 1791 (XII, bls. 198) talar um svokallaða trogsila (sbr. bls. 50. Nafnið dregið af því, að með síl- um þessum var síað á mjólkurtrogin). Oddur Hjaltalín um mat- reiðslu lyfjagrass með mjólk, í Islenzkri grasafræði, Kph. 1830 (bls. 84) : Marin lyfjurtarblöð leggjast á síil, og þar í gegnum síast mjólk- 5) Á síðari árum voru skyrsíur yfirleitt hafðar úr gisnum striga, en áður voru þær prjónaðar úr hrosshári eða togþræði, með garðaprjóni, og voru fer- kantaðar. Margir kannast við þess háttar skyrsíur, og munu togsíurnar hafa verið algengari. Skyrsían var strengd á skyrgrindina, sem var trégrind með hæl- um úr tré allt í kring. Rimlar voru í botni skyrgrindarinnar, en sjálf var hún gerð úr um 4 þuml. breiðum fjölum og stóðu fjalarendarnir nokkuð út um horn- in. Þessi horn hvíldu á börmum ílátsins, sem sía átti í.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.