Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 97

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 97
RÆÐA VIÐ DOKTORSPRÖF 16. JANÚAR 1960 101 getur vel verið, að þessi niðurstaða sé rétt, enda ekkert því til fyrir- stöðu, að svona fjalir geti borizt milli bæja. Báðar jarðirnar voru lengi í eigu Hólastóls, og meira að segja var rekið stólsbú á báðum, auk þess sem finna má persónuleg sambönd milli jarðanna á 19. öld, eins og höf. bendir á. En það skortir nokkuð á að höf. beiti nógu harðri heimildagagnrýni í þeim þætti, sem fjallar um útskurð í Flata- tungu, og skal ég drepa á nokkur atriði. Munnmæli um að fjalirnar í Bjarnastaðahlíð væru þangað fluttar frá Flatatungu verða ekki lengra rakin aftur í tímann en til Kálunds 1874. Einhver virðist hafa frætt hann um þetta, en það er furðulegt, að hvorki Jónas Hallgrímsson né Sigurður málari skuli geta þessara munnmæla. Jónas er að vísu fáorður, en Sigurður er að sama skapi langorður, og það verður að teljast alveg víst, að Sigurður hefur ekki heyrt þessi munnmæli; hann hefur meira að segja aldrei heyrt Bjarna- staðahlíðarfjalir nefndar. Þar fyrir hefðu þessi munnmæli vel getað verið á kreiki, en furðulegt er að þau skyldi ekki leggja í eyru Sig- urðar. Og hvernig sem á því stendur, hefðu þessi munnmæli mjög vel getað myndazt vegna þess, að tilhneiging var afar sterk til að tengja allan gamlan útskurð við Þórð hreðu, en allir vissu að hann hafði smíðað skála í Flatatungu. Honum er eignaður allur stór miðalda- útskurður, og hví þá ekki einnig Bjarnastaðahlíðarfjalirnar? En sem sagt, þessi munnmæli geta haft við rök að styðjast, þótt þau séu í aðra röndina tortryggileg. Eitt er það sem þegar í stað gerir það nokkuð vafasamt að Bjarna- staðahlíðarfjalir hafi nokkurn tíma verið í Tungu, og það er það, að frá Tungu eru til fjórar útskornar fjalir, frá svipuðum tíma, kannske aðeins eldri, þær raunverulegu Flatatungufjalir, og þær eru skornar í öðrum stíl en Bjarnastaðahlíðarfjalir og að mörgu ólíkar þeim, þótt þeim hins vegar svipi saman. Meginmunur er t. d. það, að Bjarna- staðahlíðarfjalir eru láréttar, en Flatatungufjalir lóðréttar. Merki- leg er nú þessi tvískipting: Allt sem til er af fjölum úr Bjarnastaða- hlíð er lárétt, allt sem til er úr Flatatungu er ióðrétt, en samt eiga allar f jalirnar að hafa verið í sömu byggingu. Hér hefur líkt og verið dregið sundur eftir marki. En höf. hyggur, að hér sé um tilviljun eina að ræða, eins og líka getur verið, og færir fram það, að 19. aldar höfundar, Jónas Hallgrímsson og þó fyrst og fremst Kálund, hafi áreiðanlega séð láréttar fjalir í Tungu, þótt báðum láist því miður að segja berum orðum frá þessu mikilvæga atriði. Þær fjalir hafi síðan farizt í brunanum í Tungu 1898.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.