Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 2
6
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
■í27n. Hann lézt 1237; ætti spáin þá að eiga við árið 1272, sbr. þó
það, er síðar segir.
Samkvæmt Guðmundar sögu yngstu kaus biskup sér legstað meðal
tveggja presta, er lágu í stúkunni syðri, Bjos. III hb2.
I jarteinum Guðmundar biskups er getið undurs í stúku Guð-
mundar biskups á áttunda ári biskupsdóms Jörundar biskups eða
1275. Þá sýndist Þorsteini farapresti, að kista Guðmundar væri
komin upp úr jörðunni á páskadags morgni, Bps. II 502.
Litlu síðar í jarteinunum er sagt frá því, að Jörundur biskup
hafi látið taka upp bein Guðmundar biskups og prestanna tveggja,
er lágu á sína hönd honum hvor. Var kista Guðmundar síðan látin
í djúpa gröf í stúkunni og fyllt af moldu og fært stórgrjót á ofan,
Bps. II 503n.
Gæti heimild þessi gefið til kynna, að túlka eigi orð áður getinnar
spár: hálfur fjórði tugur vetra, sem hálfur og fjórði tugur vetra.
Fæst þá ártalið 1282. Slíkt tal kemur fyrir í Rímtölunum á nokkrum
stöðum. Hitt kann þó að vera, að röð frásagnanna í jarteinunum
hafi ruglazt. Annálar geta ekki ársetningar kirkjusmíðinnar né
vígslu. En framangreind atriði gætu bent til, að Jörundur hafi látið
smíða nýja dómkirkju um 1280.
Eðlilegt er að álíta, að uppgröftur beinanna hafi verið gerður í
sambandi við kirkjusmíð, enda kemur það beinlínis fram í næstu
heimild.
Sama haust og Auðunn biskup rauði kom til stólsins (1315), lét
hann leita beina Guðmundar biskups. Var fyrst grafið í kórnum, og
fundust þar önnur bein, sem Jörundur biskup hafði látið um búa í
kistu, er hann lét gera nýju kirkjuna, eftir því sem segir í Lárentíus
sögu, Bps. III 70.
Var þá leitað til Kolla smiðs Helgasonar, og bauð hann að brjóta
upp gólfið í framkirkjunni á vissum stað. Fannst þar kista, er í voru
bein biskups og að öllu svo um búið sem Jörundur biskup hafði sagt
honum, l. c.
Virðist heimild þessi geta gefið til kynna, að Jörundur biskup hafi
fært kirkjuna til suðurs og austurs, þar sem syðri stúka, er mun vera
syðri krossarmur kirkjunnar eldri, er komin í framkirkju nýju kirkj-
unnar — hafi beinin verið sett niður í þeim sama stað.
Virðist meginástæða til þeirrar færslu geta verið sú, að óskað hafi
verið eftir að setja háaltarisstað kirkjunnar þar, sem Jón helgi var