Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 2
6 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS ■í27n. Hann lézt 1237; ætti spáin þá að eiga við árið 1272, sbr. þó það, er síðar segir. Samkvæmt Guðmundar sögu yngstu kaus biskup sér legstað meðal tveggja presta, er lágu í stúkunni syðri, Bjos. III hb2. I jarteinum Guðmundar biskups er getið undurs í stúku Guð- mundar biskups á áttunda ári biskupsdóms Jörundar biskups eða 1275. Þá sýndist Þorsteini farapresti, að kista Guðmundar væri komin upp úr jörðunni á páskadags morgni, Bps. II 502. Litlu síðar í jarteinunum er sagt frá því, að Jörundur biskup hafi látið taka upp bein Guðmundar biskups og prestanna tveggja, er lágu á sína hönd honum hvor. Var kista Guðmundar síðan látin í djúpa gröf í stúkunni og fyllt af moldu og fært stórgrjót á ofan, Bps. II 503n. Gæti heimild þessi gefið til kynna, að túlka eigi orð áður getinnar spár: hálfur fjórði tugur vetra, sem hálfur og fjórði tugur vetra. Fæst þá ártalið 1282. Slíkt tal kemur fyrir í Rímtölunum á nokkrum stöðum. Hitt kann þó að vera, að röð frásagnanna í jarteinunum hafi ruglazt. Annálar geta ekki ársetningar kirkjusmíðinnar né vígslu. En framangreind atriði gætu bent til, að Jörundur hafi látið smíða nýja dómkirkju um 1280. Eðlilegt er að álíta, að uppgröftur beinanna hafi verið gerður í sambandi við kirkjusmíð, enda kemur það beinlínis fram í næstu heimild. Sama haust og Auðunn biskup rauði kom til stólsins (1315), lét hann leita beina Guðmundar biskups. Var fyrst grafið í kórnum, og fundust þar önnur bein, sem Jörundur biskup hafði látið um búa í kistu, er hann lét gera nýju kirkjuna, eftir því sem segir í Lárentíus sögu, Bps. III 70. Var þá leitað til Kolla smiðs Helgasonar, og bauð hann að brjóta upp gólfið í framkirkjunni á vissum stað. Fannst þar kista, er í voru bein biskups og að öllu svo um búið sem Jörundur biskup hafði sagt honum, l. c. Virðist heimild þessi geta gefið til kynna, að Jörundur biskup hafi fært kirkjuna til suðurs og austurs, þar sem syðri stúka, er mun vera syðri krossarmur kirkjunnar eldri, er komin í framkirkju nýju kirkj- unnar — hafi beinin verið sett niður í þeim sama stað. Virðist meginástæða til þeirrar færslu geta verið sú, að óskað hafi verið eftir að setja háaltarisstað kirkjunnar þar, sem Jón helgi var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.