Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 104
108
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hliðar, það eru ósvikin stöngulmunstur, og byrjar hvor stöngull við
efri brún flatarins. Teinungarnir eru nánast af rómanskri gerð. Á
hvorum þeirra eru fjórir vafningar, sem fyllast undnum greinum, en
þær klofna í flipa til endanna. Þvert yfir hvern undning liggur ská-
höll grein, sem einnig klofnar í blaðflipa. Stönglarnir eru flatir að
ofan, með innri útlínum, en annars ekki skreyttir nema með fáeinum
þríhyrningsstungum (einstökum eða tveimur saman), þar sem stöng-
ullinn greinist. Stönglarnir eru sérstaklega breiðir í rótendann og eru
þar skreyttir fleiri slíkum þríhyrningsstungum. Blaðfliparnir eru
holaðir. — Ekki sérlega fínn skurður.
4. Ártal ekkert.
5. Bókstafirnir í hringnum eru i h s. Áletrunin meðfram brún-
unum hljóðar:
WERTV IFER Og ALT WMKRINg MED EILIFRE BLEffAN
ÞINE
(S)ITIE gVDf EINgLAR fAMAN I HRINg fÆNgENNE IFER
MINE
6. Skráning: í safni frá íslandi, sem S. Tromholt kom upp. Keypt
til HMB árið 1884.
1. E. 2391. (HMB) Rúmfjöl úr furu. L. 107. Br. 16,2.
2. Fáeinar sprungur eru í fjölinni. Framhlið dálítið slitin. Ann-
ars er fjölin lítið skemmd. Ómáluð.
3. Flatt upphleypt skreyti á framhlið. Á bakhlið áletrun og ártal.
Báðar brúnir strikheflaðar. Á miðri framhlið er bandhnútur inni í
hring. Örlar á innri útlínum. Stuttleggjaður vafteinungur gengur út
frá hringnum til hvorrar handar, og eru þeir samhverfir. Tveir vafn-
ingar eru á hvorum teinungi og í hverjum vafningi er grein, sem end-
ar í undningi. Jafnframt þeim eru aðrar, sem liggja þvert um aðal-
stönglana, og enda þær líka í undningi. Sumar þeirra hafa oddlaga
blaðflipa. Stönglarnir eru yfirleitt um 2(4 sm á breidd. Það sér móta
fyrir þverböndum og á einum stað fyrir innri útlínum, en yfirleitt
eru stönglarnir skreyttir blöðum meðfram annarri brún, og liggja
þau eins og tungur á honum. — I línunum er fínleg sveifla. En lögun
teinungsins sjálfs er dálítið óþjál. (Greinilegt svipmót er með þessari
fjöl og fjöl nr. 6529 o. fl. í Þjms.)
4. 1850.
5. Sitt hvorum megin við ártalið eru stafirnir O.O.S. og I.E.D.,