Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 107
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR í SÖFNUM Á NORÐURLÖNDUM
111
mikil innri útlína, meðfram annarri brún, ef ekki báðum. Öðrum
megin á stöngullinn til að lækka í hvilft á þriðjungi yfirborðsins.
Greinarnar liggja frjálslega og afbrigðilega. Vefjast þær ýmist í
undning eða enda á blómi eða blaði. Blöðin eru hvöss eða tungulaga,
yfirleitt fjaðurstrengjótt og gætir í þeim náttúrueftirlíkingar. Á all-
mörgum stöðum safnast þau saman í álitlega blaðskúfa. Flest eru
blómin útsprungin (rósettur). Sum líkjast meir hnöppum, og önnur
myndast af blöðum og perluröðum, sem minna á rekla. — Vönduð
vinna.
4. Ártal ekkert.
5. Engin áletrun.
6. Engar upplýsingar gefnar í skránni.
1. E. 24U. (HMB) Rúmfjöl úr furu. L. 101. Br. 16. Þ. 1,3.
2. Stór sprunga eftir endilangri miðju. Fjölin er negld saman.
Upphleyptir hlutar slitnir. Ómáluð.
3. Útskurður á framhlið. Höfðaleturslína meðfram efri og neðri
brún. Á milli þeirra er upphleypt skrautverk, 1—2 mm á hæð. Á
miðjunni er hringur með merkinu i h s. Til beggja handa eru eins
konar teinungsmunstur, sem verka ekki eins og samhangandi teinung-
ar og líkjast meir röð af skáhöllum, S-laga greinum („öfug S“ eru
hægra megin við hringinn). Stönglarnir eru 1—2 sm á breidd. Þver-
bönd víða. (Einnig til að tengja tvo stöngla.) Frá hverjum undningi
sprettur blað, eða öllu heldur afskorin grein, í áttina að brúninni.
— Öryggi í línunum, en útskurður þessi er annars miðlungsgóður.
4. Ártal ekkert.
5. Höfðaleturslínurnar mjög slitnar.
6. Engar upplýsingar í skránni.
7. MÞ:--------höfðaleturslínur, orðnar mjög slitnar ofan og neð-
an,----- — Leturlínurnar hefur Sigurður Vigfússon lesið svo, samkv.
miða með hans hendi, sem límdur er á bakhliðina:
einignuþinblessanblidbædeinottogallanntidbevara
drottenbæenkuinnubörnoghiufareoggrandefraosssnu.
1. X. 11783. (HMB) Rúmfjöl úr furu. L. 129,5. Br. 23. Þ. 2.
2. Lítið skemmd, en dálítið ormétin. Ómáluð.
3. Útskurður á framhlið. Upphleypt skrautverk og bókstafir,
4—5 mm á hæð, en víða dýpra skorið. Hringur á miðju og við báða
enda. Fangamark í hverjum hring. Bókstafir og tölustafir í hornun-