Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 120
124
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
sem liggur langsum næst læsingarútbúnaðinum rennur saman við
upphækkaða kambinn á litla hverfilokinu. (Hjólkrossinn er víst upp-
runalega galdratákn. Neðan á stokknum, á útvíkkuninni sem næst er
dýrshöfðinu, eru tveir örlitlir sammiðja hringar ristir á hann.)
Kamburinn sem tengir hina tvo kúptu hluta loksins líkist bogaröð.
Áletrun með upphleyptum latneskum bókstöfum, grunnt skornum, er
beggja vegna við kambinn. Hún heldur áfram með ristum bókstöf-
um öðrum megin á lokinu. Hliðar stokksins eru einnig gegnskorn-
ar að nokkru leyti, og eru skorin í þær ýmis bandfléttumunstur. Hlið-
arnar líkjast hvor annarri. Alls staðar þar sem rúm er afgangs eru
skornir skáskoru-, krákustígs- og þríhyrningsbekkir, litlir stúfar af
einfölduðum teinungum, rúðustrikun. Kringum aftasta sívalninginn
er skorin út keðja. — Skemmtilegur heildarsvipur. Djarflega unnið.
Ekki mjög vandað til einstakra atriða.
4. 1650, hluti af ristu áletruninni.
5. Ofan á lokinu: LEGGID/S
PÆNINA
Áhliðinni: A BORDID/1650
6. Innfærslubók: „4/8 1915. Oldsaksamlingen, Universitetet. Dep.
1486 u. s.“
ÖSKJUR
1. E. 2308. (HMB) Trafaöskjur úr furu. Sporbaugslagaðar. Fest-
ar saman með trénöglum og tágum. Lokið og neðri askjan hafa sam-
skeyti á báðum langvegum. L. (lokið) 30,8. Br. 22,3. H. um 8.
2. Óskemmdar. Botnplata og lokplata ekki vel fastar. Ómálaðar.
3. Útskurður ofan á lokinu. Upphleypt skreyti og áletrun, 2—3
mm á hæð. Hinum sporbaugslagaða reit er skipt í tvennt eftir endi-
langri miðju með bekk úr „snúnum böndum“. Yfir honum fjórir
stórir bókstafir af latneskri gerð og ártal undir. Ofan við bókstafina
og neðan við ártalið er perluröð (úti við brúnina). Utan við bókstaf-
ina og ártalið eru beggja megin teinungsvafningar; verða þeir fjórir.
Þeir eru ekki allir eins, en þó eru alls staðar stönglar, sem enda á
undningi (þrír undningar á hverjum stað). Stönglarnir flatir, um
1 sm á breidd. Innri útlínur aðeins á stöku stað. Oddhvöss blöð, öll
með tveimur þríhyrndum bátaskurðarstungum. Bæði teinungsfrum-