Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 88
92
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
fjöl frá Bjarnastaðahlíð fyrir sig og hvar finna megi þeim stað í
dómsdagsmynd þeirri, sem þær eru úr. I öllum hinum mikilvægustu
atriðum er ég höfundi sammála um niðurstöður þessa kafla. Hún
hefur skipt fjölunum rétt í fjalir úr vinstra helmingi og fjalir úr
hægra helmingi myndarinnar, og flestar f jalirnar hefur hún að minni
hyggju sett á rétta staði og sumar vafalaust á nákvæmlega rétta
staði. Hefur höf. m. a. raðað saman eða fundið samband milli fjala,
sem enginn hafði áður tekið eftir að saman ættu, og á lof skilið fyrir
það. En nokkrar aðfinnslur þykist ég þó þurfa að gera og jafnvel
nýjar tillögur, enda er mér endursköpun þessarar fornu myndar mjög
hugstæð, þar sem ég verð nú innan skamms, fyrir tilverknað höfund-
ar, að leggja það á mig að umskipuleggja nokkurn hluta Þjóðminja-
safnsins með tilliti til hins nýja viðhorfs til Bjarnastaðahlíðarfjala.
Um tvo menn með framréttar hendur á fjöl nr. 4 (tvo fordæmda)
segir höf., að ekki sé hægt að sjá, hve langt þeir nái niður (bls. 29),
vegna þess að brotið sé neðan af fjölinni. Á bls. 31 segir svo enn
fremur: „Vera má, að nokkrar mannamyndanna á fjölum nr. 4 og 6
hafi einnig verið þannig afskornar“, þ. e. aðeins efri hluti mannanna
sýndur og útlínur þeirra látnar enda opnar og óráðnar um mitti eða
a. m. k. fyrir neðan axlir (sbr. e. fr. bls. 30 og 59). Hér má bæta um
og fullyrða það sem höfundur segir að verið geti, og þetta skiptir þó
nokkru máli að því er tekur til þeirrar endursköpunar hinnar fornu
myndar, sem að er stefnt í þessum kafla. Hér verður að halda öllu til
haga, sem skýrt getur eða fyllt þessa gloppóttu mynd, hagnýta hvert
hið minnsta hnífsbragð út í æsar. Höfundi hefði verið óhætt að full-
yrða, að mennirnir á fjöl nr. 4 hafa verið afskornir neðan við hendur.
Það sést alveg ótvírætt á baklínu fremri mannsins. Þetta sést jafn-
vel greinilega á öllum þremur ljósmyndunum af þessari fjöl, á mynd
1, 17 og 39, hvað þá á fjölinni sjálfri. Línan endar opin og óráðin
eins og t. d. á fjöl nr. 6. Þessir menn hafa því aðeins verið sýndir
niður undir mitti. Þó er enn öruggara, að mennirnir á fjöl nr. 6 hafa
verið þannig, þó að það sjáist að vísu ekki á fjölinni sjálfri. En það
er hér sem fjöl nr. 13 kemur ti! sögunnar. Sú fjöl hefur ekki fundið
náð fyrir augum höfundar. Hún er afgreidd með þessum orðum (bls.
35): „Á fjöl nr. 13 eru aðeins nokkur strik eða línur, íbognar. En f jöl
þessi hefur brotnað til beggja enda við skurð mannsmyndar. Það er
ómögulegt að gizka á, hvaðan úr myndinni þessi fjöl er.“ Þetta eru
orð höfundar, og er sitthvað við þau að athuga. Ég læt vera, þótt sagt
sé, að fjölin hafi brotnað við skurð mannsmyndar til beggja enda.