Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Síða 88

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Síða 88
92 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS fjöl frá Bjarnastaðahlíð fyrir sig og hvar finna megi þeim stað í dómsdagsmynd þeirri, sem þær eru úr. I öllum hinum mikilvægustu atriðum er ég höfundi sammála um niðurstöður þessa kafla. Hún hefur skipt fjölunum rétt í fjalir úr vinstra helmingi og fjalir úr hægra helmingi myndarinnar, og flestar f jalirnar hefur hún að minni hyggju sett á rétta staði og sumar vafalaust á nákvæmlega rétta staði. Hefur höf. m. a. raðað saman eða fundið samband milli fjala, sem enginn hafði áður tekið eftir að saman ættu, og á lof skilið fyrir það. En nokkrar aðfinnslur þykist ég þó þurfa að gera og jafnvel nýjar tillögur, enda er mér endursköpun þessarar fornu myndar mjög hugstæð, þar sem ég verð nú innan skamms, fyrir tilverknað höfund- ar, að leggja það á mig að umskipuleggja nokkurn hluta Þjóðminja- safnsins með tilliti til hins nýja viðhorfs til Bjarnastaðahlíðarfjala. Um tvo menn með framréttar hendur á fjöl nr. 4 (tvo fordæmda) segir höf., að ekki sé hægt að sjá, hve langt þeir nái niður (bls. 29), vegna þess að brotið sé neðan af fjölinni. Á bls. 31 segir svo enn fremur: „Vera má, að nokkrar mannamyndanna á fjölum nr. 4 og 6 hafi einnig verið þannig afskornar“, þ. e. aðeins efri hluti mannanna sýndur og útlínur þeirra látnar enda opnar og óráðnar um mitti eða a. m. k. fyrir neðan axlir (sbr. e. fr. bls. 30 og 59). Hér má bæta um og fullyrða það sem höfundur segir að verið geti, og þetta skiptir þó nokkru máli að því er tekur til þeirrar endursköpunar hinnar fornu myndar, sem að er stefnt í þessum kafla. Hér verður að halda öllu til haga, sem skýrt getur eða fyllt þessa gloppóttu mynd, hagnýta hvert hið minnsta hnífsbragð út í æsar. Höfundi hefði verið óhætt að full- yrða, að mennirnir á fjöl nr. 4 hafa verið afskornir neðan við hendur. Það sést alveg ótvírætt á baklínu fremri mannsins. Þetta sést jafn- vel greinilega á öllum þremur ljósmyndunum af þessari fjöl, á mynd 1, 17 og 39, hvað þá á fjölinni sjálfri. Línan endar opin og óráðin eins og t. d. á fjöl nr. 6. Þessir menn hafa því aðeins verið sýndir niður undir mitti. Þó er enn öruggara, að mennirnir á fjöl nr. 6 hafa verið þannig, þó að það sjáist að vísu ekki á fjölinni sjálfri. En það er hér sem fjöl nr. 13 kemur ti! sögunnar. Sú fjöl hefur ekki fundið náð fyrir augum höfundar. Hún er afgreidd með þessum orðum (bls. 35): „Á fjöl nr. 13 eru aðeins nokkur strik eða línur, íbognar. En f jöl þessi hefur brotnað til beggja enda við skurð mannsmyndar. Það er ómögulegt að gizka á, hvaðan úr myndinni þessi fjöl er.“ Þetta eru orð höfundar, og er sitthvað við þau að athuga. Ég læt vera, þótt sagt sé, að fjölin hafi brotnað við skurð mannsmyndar til beggja enda.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.