Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 127
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 SÖFNUM Á NORÐURLÖNDUM
131
útlínu. (Sbr. 0. 49—18 í NF.) Loks kemur aftur kílskurðarröð og á
miðjunni bátaskurðarstjarna, sexblaðarós, með smáblöðum milli aðal-
blaða. — Þokkalega gert.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. Kom til DM frá söfnum Dr. H. A. Thaulows, þar sem askurinn
bar númerið 1736 og upplýsingarnar: „útskornar smjöröskjur frá
íslandi“.
TRAFAKEPLI
1. E'. 2U03. (HMB) Trafakefli úr furu. Á öðrum enda er upp-
undið handfang, sem líkist hendi, á hinum endanum sívalningur með
hnúð yzt. Sjálft keflið er þrír teningar tengdir saman með miðbálk,
sem er flatur að ofan, um 3 sm á breidd og auk þess með tveimur
ávölum hliðarleggjum. Það er tálgað undan leggjunum og þeir eru
skreyttir kaðalsnúningi (kaðalsnúningsleggir). L. 51,6. Br. 8,1.
H. 6,7.
2. Lítið sem ekkert skemmt. Flísar hafa dottið úr sums staðar og
tveir hliðarleggjanna eru brotnir á miðju. Keflið virðist brúnbæsað
að ofan og á annarri hlið.
3. Útskurður á báðum handföngum, á hliðum og að ofan. Upp-
undna handfangið er með upphleyptum latneskum bókstöfum í all-
mörgum línum. Undir línunni á annarri hlið þess er mjór skástrik-
aður bekkur, en fyrir ofan hana rúðustrikun. Uppi á handfanginu,
næst ,,teningnum“, er krákustígsbekkur. Á báðwn liliðum lceflisins:
Áletrun í einni línu, að nokkru leyti með höfðaletri, sumpart með
latneskum bókstöfum, lítið eitt upphleyptum (á teningunum eru tvær
línur), neðst er röð af innskornum skálínum. Ofan á keflinu: Áletrun
er komið fyrir í línum, sem liggja þvert yfir teningana og eftir mið-
bálkinum endilöngum. Á sívala handfanginu er ristur skáskorubekk-
ur utan um hnúðinn, annar um miðjuna, og krákustígsbekkur innst.
— Útskurðurinn er fremur grófur og fábrotinn.
4. Á einum teninganna stendur öðrum megin ártalið 1764 með
upphleyptum stöfum.
5. Áletrunin er sums staðar torráðin. MÞ hefur lesið úr hluta af
henni: — Á handfanginu-----: SIAÞVMEDSANNRET — RV-