Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 138
142
ÁHBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
byggðarsafn verður þar ekki eins og t. d. í Glaumbæ og á Grenjaðar-
stað. En gestkvæmt er mjög í Laufási og margir vilja sjá bæinn,
enda sjálfsagt að hann verði til sýnis. Dýrt má þó virðast að hafa
sérstakan vörð í Laufási allt sumarið, og er helzt ætlunin að láta bæ-
inn standa opinn og leyfa hverjum sem vill um hann að ganga, en
skora á gesti að fara prúðmannlega, enda reynsla ekki önhur en sú
að fólk fari yfirleitt menningarlega að á svor.a stöðum, og má t. d.
geta þess, að aldrei hafa nein spjöll verið unnin í Stöng í Þjórsárdal,
sem verið hefur eftirlitslaus til sýnis í meira en 20 ár. Vitanlega
verður þó einhver í Laufási að hafa eftirlit með bænum, og mun
þurfa að finna lausn á því í samráði við prest staðarins.
Gert var við smáveilur, sem fram komu á bænum á Grenjaðarstað,
og á Hólum var enn unnið við gamla bæinn að innan, svo að nú stend-
ur hann tilbúinn til sýningar eins og Laufásbærinn. Á Hólum ganga
menn um bæinn meira og minna eftirlitslaust, enda á það ekki að
koma að sök. Margir fara og í bæinn í fylgd með gæzlumanni þeim,
sem kirkjuna sýnir.
Gísli Gestsson safnvörður fór enn austur að Núpsstað ásamt Sigur-
jóni Magnússyni í Hvammi, og settu þeir upp kórgrindur og lagfærðu
margt inni í húsinu, svo að nú má heita að frá því sé gengið. Þó þyrfti
að mála kórgrindurnar og setja upp bekki, enn fremur flytja þangað
altari gamalt, sem verið hefur í Hamragörðum undir Eyjafjöllum,
en hefur verið lofað bænhúsinu fyrir milligöngu Þórðar Tómassonar
í Vallnatúni.
Frá byggðasöfnunum á Grenjaðarstað og í Glaumbæ er ekkert nýtt
að segja. Aðsókn er enn sem fyrri mikil í Glaumbæ, þar komu rösk-
lega 4500 manns, en á Grenjaðarstað aðeins um 2000. Gerð var á ár-
inu reglugerð fyrir starfsemi safnsins í Glaumbæ, samþykkt af bæði
þjóðminjaverði og sýslunefnd Skagafjarðarsýslu. Safnverðir eru
þeir sömu og verið hafa.
Hinn 13. desember var vígt Byggðasafn Akraness og nærsveita í
Görðum. Var það um leið afhent 9 manna safnstjórn, sem tilnefnd
er af Akraneskaupstað og fjórum hreppum sunnan Skarðsheiðar, en
fram að þessu hafði safnið verið í ábyrgð þess manns, sem mest hefur
unnið að framgangi þess, séra Jóns M. Guðjónssonar. Við vígslu-
athöfnina var þjóðminjavörður og flutti ávarp og árnaðaróskir.
í Stöng komu enn sem fyrri margir, og skráðu sig þar í gestabók
811 manns, en eitthvað fleiri hafa komið. í samskotabauk þar komu