Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 138

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 138
142 ÁHBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS byggðarsafn verður þar ekki eins og t. d. í Glaumbæ og á Grenjaðar- stað. En gestkvæmt er mjög í Laufási og margir vilja sjá bæinn, enda sjálfsagt að hann verði til sýnis. Dýrt má þó virðast að hafa sérstakan vörð í Laufási allt sumarið, og er helzt ætlunin að láta bæ- inn standa opinn og leyfa hverjum sem vill um hann að ganga, en skora á gesti að fara prúðmannlega, enda reynsla ekki önhur en sú að fólk fari yfirleitt menningarlega að á svor.a stöðum, og má t. d. geta þess, að aldrei hafa nein spjöll verið unnin í Stöng í Þjórsárdal, sem verið hefur eftirlitslaus til sýnis í meira en 20 ár. Vitanlega verður þó einhver í Laufási að hafa eftirlit með bænum, og mun þurfa að finna lausn á því í samráði við prest staðarins. Gert var við smáveilur, sem fram komu á bænum á Grenjaðarstað, og á Hólum var enn unnið við gamla bæinn að innan, svo að nú stend- ur hann tilbúinn til sýningar eins og Laufásbærinn. Á Hólum ganga menn um bæinn meira og minna eftirlitslaust, enda á það ekki að koma að sök. Margir fara og í bæinn í fylgd með gæzlumanni þeim, sem kirkjuna sýnir. Gísli Gestsson safnvörður fór enn austur að Núpsstað ásamt Sigur- jóni Magnússyni í Hvammi, og settu þeir upp kórgrindur og lagfærðu margt inni í húsinu, svo að nú má heita að frá því sé gengið. Þó þyrfti að mála kórgrindurnar og setja upp bekki, enn fremur flytja þangað altari gamalt, sem verið hefur í Hamragörðum undir Eyjafjöllum, en hefur verið lofað bænhúsinu fyrir milligöngu Þórðar Tómassonar í Vallnatúni. Frá byggðasöfnunum á Grenjaðarstað og í Glaumbæ er ekkert nýtt að segja. Aðsókn er enn sem fyrri mikil í Glaumbæ, þar komu rösk- lega 4500 manns, en á Grenjaðarstað aðeins um 2000. Gerð var á ár- inu reglugerð fyrir starfsemi safnsins í Glaumbæ, samþykkt af bæði þjóðminjaverði og sýslunefnd Skagafjarðarsýslu. Safnverðir eru þeir sömu og verið hafa. Hinn 13. desember var vígt Byggðasafn Akraness og nærsveita í Görðum. Var það um leið afhent 9 manna safnstjórn, sem tilnefnd er af Akraneskaupstað og fjórum hreppum sunnan Skarðsheiðar, en fram að þessu hafði safnið verið í ábyrgð þess manns, sem mest hefur unnið að framgangi þess, séra Jóns M. Guðjónssonar. Við vígslu- athöfnina var þjóðminjavörður og flutti ávarp og árnaðaróskir. í Stöng komu enn sem fyrri margir, og skráðu sig þar í gestabók 811 manns, en eitthvað fleiri hafa komið. í samskotabauk þar komu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.