Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 118
122
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
kringlóttur, upphækkaður skjaldreitur. Rís um 5—6 mm yfir flötinn.
Reiturinn, sem næstur er lokásnum, er með umgjörð, í laginu eins og
flatur hringur með ristum innri útlínum. Stöngulvafningar með blöð-
um mynda samhverft skreyti inni í hringnum. Á hinum skjaldreitn-
um liggur stöngull meðfram brúninni og breytist í miðleitinn undn-
ing. Mörg blöð spretta af stönglinum út að brúninni, og á einu þeirra
endar undningurinn innst. Milli skjaldreitanna: Upphleypt rönd með-
fram brúnunum. Eftir báðum röndum liggur rúðuröð og meðfram
þeim að utan eru ristar útlínur. (Aðeins ein slík öðrum megin.) Á
innfletinum, sem er lægri, eru stönglar og blöð. Aðalstönglarnir
mynda tvö hjörtu, hvort upp af öðru. tlr miðju hjartans ganga smá-
stönglar, sem enda á blaði. Á báðum langliliðum er vafteinungur. Á
öðrum sést ekki greinilegt upphaf, fremur tveir endar, sinn hvorum
megin. Aðalstöngullinn um 1 sm á breidd. Mörg blöð, sem eru hér
skreytt fleiri skurðlínum, ristum og útlínum, en á hinum reitunum.
Á hinni hliðinni liggur láréttur, beinn stöngull þvert í gegnum vaf-
teinunginn. Sprettur fram yzt til vinstri líkt og sjálfur teinungurinn.
Fáein blöð á honum. Til hægri endar hann á skúf úr tveimur blöðum,
sem vefjast inn á við, tveimur stönglum með rúðustrikuðum hnöpp-
um og tveimur stilkum, sem renna saman í eitt blað (samhverf til-
högun). Sjálfur teinungurinn ber fleiri blöð. — Ágætur heildarsvip-
ur. Vinna við einstök atriði dálítið misjöfn. (Greinilegt að aðaldrættir
blaðanna hafa verið ristir áður en skorið var út.)
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. Innfærslubók: „4/1 1911. Dep. Etn. Mus. Antagelig fra Is-
land, kjöbt i Sml.“
1. 0.1132—15. (NF) Spónastokkur. Stokkurinn sjálfur úr birki,
lokið úr beyki. Eintrjáningur, með lóðréttum hliðum. Vanaleg tilhög-
un á spónastokk, með tveimur útvíkkunum fyrir spónblöðin, þær eru
hér strendar. Kringlótt útvíkkun, minni við annan enda stokksins,
drekahaus við hinn. Stór opinn hvoftur, með sæg af tönnum. Maður,
með fæturna í gininu, situr á neðra skolti, sem skagar mjög fram.
Hann leggur handleggina í nasir dýrsins, þannig að hendurnar mæt-
ast á miðju trýninu. Reigir höfuðið aftur á bak. Hverfilok er á stokkn-
um, kúpt yfir útvíkkununum tveimur og strent eins og þær. Upp-
hækkaður hringur yfir þeirri kringlóttu, þar hefur verið trétyppi.