Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 109
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 SÖFNUM Á NORÐURLÖNDUM
113
hliðarnar og með strikhefluðum brúnum. Skurðardýptin er mismun-
andi, mest röskur 1 sm. Skrautteinungarnir eru fremur stöngultein-
ungar en blaðteinungar. Á þeirri hlið fjalarinnar, þar sem ekki
er sneitt af efri og neðri langbrún, eru helmingarnir sam-
hverfir. Frá miðju gengur stuttur bylgjuteinungur til hvorrar
handar, hliðargreinarnar liggja sumar þvert yfir aðalstöngulinn.
Breiddin á stönglunum er mjög mismunandi, mest fullir 2 sm. Þeir
eru ávalir að ofan. Helmingur stöngulsins lækkar í hvilft, sem skorin
hefur verið með hvolfjárni. Annars eru stönglarnir ekki skreyttir
nema með naglskurði á fáeinum stöðum. Allar greinar enda í undn-
ingum, og eru þeir yfirleitt umluktir blaðflipum. Oddmynduð og
tungulaga smáblöð, að nokkru leyti holuð, safnast allvíða í stóra
skúfa. Útskurðurinn á hinni hliðinni er sams konar. Sama samhverfa
tilhögunin. Litlar „kringlur“ koma fyrir og auk þess blöð inni í stór-
um blaðflipum. Á einum stað kringlur með þverbandi. Fáein blöð
hafa tennta rönd. — Ágæt vinna.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. Innfærslubók: 29/10 1910. Frá ísafirði. Carl F. Herlofsen,
Vrangen. G. T.
1. 22—10. (NF) Rúmfjöl úr furu. L. 115. Br. 22. Þ. 1,5.
2. Að mestu óskemmd (nokkrar sprungur). Málning á framhlið:
grunnurinn virðist hafa verið rjómagulur, fangamarkið á miðjunni
hvítt. Stönglarnir svartir. Blöð og blóm máluð með bláum lit, rauð-
um, brúnum(?) og grænum(?). Málningin er mjög slitin.
3. Útskurður á framhlið. Rammi meðfram brúnum, höfðaleturs-
lína ofan til og neðan. (MÞ: leturlína með höfðaletursblendingi.) Á
innfletinum, sem er um 4 mm lægri, er upphleypt skrautverk. Mið-
svæðis er átthyrndur skjaldreitur með fangamarki. Grunnurinn er
hér hærri en í kring, svo að rammi skjaldreitsins og bókstafir eru lít-
ið hærri en grunnur hans. Þeir eru flatir að ofan. Neðan frá skildin-
um gengur vafteinungur (stöngulteinungur) til hvorrar hliðar. Ekki
fullkomið samhverfi. Stönglarnir grannir. Aðalstöngullinn að jafnaði
1—11/2 sm. Ávalur að ofan. Innri útlínur, og sums staðar er rist mið-
lína. Til hægri samtengd blöð, sem svipar til kastaníublaða, og bjöllu-
löguð blóm. Smáblöðin hafa rista miðtaug, einfalda eða tvöfalda;
þeim hallar frá miðju til brúnanna, en þær rísa sums staðar utan við
útlínuna. Hin fjaðurstrengjóttu blöð á teinungnum til vinstri minna
8