Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 124
128
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1. 0. 48—18. (NF) Askur úr furu. Venjulegt asklag með bumbu-
vöxnum hliðum, gjörð að ofan, að neðan og um miðjuna. Tvö eyru,
frameyra og uppistaða. Hlýrar á lokinu, þar sem það leikur um þoll
í uppistöðunni. Lokið kúpt. H. 14,5. Br. 21,5.
2. Gisinn. Miðgjörð vantar. Ómálaður.
3. Útskurður aðeins á lokinu. Svolítið upphækkaður reitur við
hlýrana og annar fremst. Á þeim ýmiss konar bekkir: Mjög einfald-
aðir kaðalsnúningar, kílskurður, rúðustrikun og ristar línur, tvær og
tvær saman. Smágert skrautmunstur fremst á totunni: Þríhyrningur
með fáeinum línum og ferhyrndum stungum, og blað út til beggja
handa. Auk þess eru á lokinu teinungsbylgjur úr ristum línum. Sam-
hverf tilhögun. Stönglarnir 1—2 sm á breidd, með innri útlínum.
Þverbönd á víð og dreif. Bylgjurnar enda í undningsformum, með
þverbandi yfir innsta undningshluta. Öll bil milli stönglanna fyllt
með munstri í ætt við blöð. — Mjög þokkalega og nostursamlega
unnið.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. Innfærslubók: „6/3 1918. Universitetets oldsaksamling. Dep.
u. nr. u. sted. ant. islandsk."
1. 0. 49—18. (NF) Askur úr furu. Venjulegt asklag. H. 13. Br.
23,5.
2. Svolítið gisinn. Botngjörð vantar. Ómálaður. 59. mynd.
3. Útskurður aðeins ofan á lokinu. Á hlýrunum eru upphleyptir
vafteinungar, mjög einfaldaðir, bandhnútur og kílskurðarbekkir. Á
reitnum við totuna eru grunnristir teinungsfrumhlutar. (Skreyting-
in annars ekki ólík skreytingunni á aski nr. 50—18. Sami trésker-
inn? Sjá einnig NMS 38.834.) Meðfram brún loksins er kílskurðar-
bekkur. Innan við bekkinn er báðum megin á lokinu auður reitur
með sveigðri útlínu. Þá kemur aftur kílskurðarröð og á miðju báta-
skurðarstjarna, sexblaðarós, með smáblöðum út á milli aðalblaðanna.
Hornin eru fyllt boglínum og kílskurðarbekkjum. — Alls staðar vel
unnið.
4. Ártal ekkert.
5. Áletrun engin.
6. Innfærslubók: „6/3 1918. Univ. oldsaksamling. Dep. u. nr. u.
sted. ant. islandsk."